Í veislum hvor hjá öðrum 23. mars 2011 16:33 Fljótt og vel gekk að velja fermingarfötin að sögn Örvars og Bjarnars Inga, en hvor fór með sínum foreldrum. Fréttablaðið/Stefán Frændurnir Bjarnar Ingi Pétursson og Örvar Svavarsson hafa verið leikfélagar frá unga aldri. Í vetur hafa þeir fylgst að í fermingarfræðslu í Hjallakirkju og nú styttist í að þeir staðfesti skírnina. Þeir ætla að fermast hvor sinn daginn, vinirnir Bjarnar Ingi og Örvar. Bjarnar Ingi 10. apríl og Örvar viku seinna. Ákvörðunin er útspekúleruð. „Það er miklu betra að geta verið í veislum hvor hjá öðrum," segja þeir kankvísir. Sjálfir spá þeir svolítið í veisluföngin. Bjarnar Ingi nefnir franska súkkulaðiköku og fleira góðgæti og Örvar kveðst hafa valið kjúklingasúpu, svo ætli mamma hans eitthvað að baka. Þótt veislurnar séu tilhlökkunarefni taka piltarnir andlega undirbúninginn líka alvarlega. Báðir þylja þeir ritningarversin sín fyrir blaðamann og Örvar er búinn að uppfylla messuskylduna, sem hljóðar upp á tíu guðsþjónustur eða bænastundir. Bjarnar Ingi á eftir að fá einn stimpil í kladdann.Örvar og Bjarnar Ingi eru grannar og vinir. Í seinni tíð hefur fótboltinn tekið við af sandkassaleikjum. Mynd/Svavar SigurjónssonAllt frá því í ágúst hafa frændurnir verið í fermingarfræðslu hjá séra Írisi Kristjánsdóttur í Hjallakirkju. „Þetta hafa verið ágætir tímar," segir Bjarnar Ingi. „Íris er aðallega að fara með okkur í gegnum bók sem heitir Trú og líf og spjalla við okkur," segir hann og neitar því ekki að hún grínist stundum, einkum að sjálfri sér. Skyldu þeir eiga að læra mikið utanbókar? „Ekki miðað við móðurafa minn. Hann þurfti að læra fjörutíu og eitthvað sálma," svarar Örvar og hlær. „Við fórum bara í próf þar sem við þurftum að kunna faðirvorið, signinguna, trúarjátninguna og einn sálm," upplýsir Bjarnar Ingi. „Já, númer 367. Hann er eftir Sigurbjörn Einarsson," bætir Örvar við. Drengirnir bjóða ættingjum og vinum heim í tilefni tímamótanna og hlakka til að hitta þá. En hverju vonast þeir eftir í fermingargjöf? „Ég væri alveg til í fartölvu," viðurkennir Örvar en Bjarnar Ingi veðjar á pening „Ég kaupi mér bara eitthvað sjálfur." - gun Fermingar Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
Frændurnir Bjarnar Ingi Pétursson og Örvar Svavarsson hafa verið leikfélagar frá unga aldri. Í vetur hafa þeir fylgst að í fermingarfræðslu í Hjallakirkju og nú styttist í að þeir staðfesti skírnina. Þeir ætla að fermast hvor sinn daginn, vinirnir Bjarnar Ingi og Örvar. Bjarnar Ingi 10. apríl og Örvar viku seinna. Ákvörðunin er útspekúleruð. „Það er miklu betra að geta verið í veislum hvor hjá öðrum," segja þeir kankvísir. Sjálfir spá þeir svolítið í veisluföngin. Bjarnar Ingi nefnir franska súkkulaðiköku og fleira góðgæti og Örvar kveðst hafa valið kjúklingasúpu, svo ætli mamma hans eitthvað að baka. Þótt veislurnar séu tilhlökkunarefni taka piltarnir andlega undirbúninginn líka alvarlega. Báðir þylja þeir ritningarversin sín fyrir blaðamann og Örvar er búinn að uppfylla messuskylduna, sem hljóðar upp á tíu guðsþjónustur eða bænastundir. Bjarnar Ingi á eftir að fá einn stimpil í kladdann.Örvar og Bjarnar Ingi eru grannar og vinir. Í seinni tíð hefur fótboltinn tekið við af sandkassaleikjum. Mynd/Svavar SigurjónssonAllt frá því í ágúst hafa frændurnir verið í fermingarfræðslu hjá séra Írisi Kristjánsdóttur í Hjallakirkju. „Þetta hafa verið ágætir tímar," segir Bjarnar Ingi. „Íris er aðallega að fara með okkur í gegnum bók sem heitir Trú og líf og spjalla við okkur," segir hann og neitar því ekki að hún grínist stundum, einkum að sjálfri sér. Skyldu þeir eiga að læra mikið utanbókar? „Ekki miðað við móðurafa minn. Hann þurfti að læra fjörutíu og eitthvað sálma," svarar Örvar og hlær. „Við fórum bara í próf þar sem við þurftum að kunna faðirvorið, signinguna, trúarjátninguna og einn sálm," upplýsir Bjarnar Ingi. „Já, númer 367. Hann er eftir Sigurbjörn Einarsson," bætir Örvar við. Drengirnir bjóða ættingjum og vinum heim í tilefni tímamótanna og hlakka til að hitta þá. En hverju vonast þeir eftir í fermingargjöf? „Ég væri alveg til í fartölvu," viðurkennir Örvar en Bjarnar Ingi veðjar á pening „Ég kaupi mér bara eitthvað sjálfur." - gun
Fermingar Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira