Lífið

Leikið með litrík blóm

Guðrún Hrönn hefur opnað Blómastúdíó Hrönn í Nóatúni 17. Fréttablaðið/GVA
Guðrún Hrönn hefur opnað Blómastúdíó Hrönn í Nóatúni 17. Fréttablaðið/GVA
Bjartir og glaðlegir litir eru við hæfi þegar lagt er á borð fyrir fermingarbörnin. Þar koma blómin sterk inn.

„Mér finnst fólk farið að leika sér meira með blómin en áður og blanda ýmsu saman," segir Rannveig Vernharðsdóttir, eigandi Mimosu á Glerártorgi á Akureyri, spurð um nýjungar í fermingarblómum. Hún segir rósir jafnan vinsælar og nú séu túlípanar til í mörgum nýjum og skemmtilegum litum. Kertin eru fjölbreytileg sem keypt eru fyrir fermingar og þau eru skreytt í Mimosu fyrir þá sem það kjósa.

Blómastúdíó Hrönn er ný verslun í Nóatúni 17. Þar ræður húsum Guðrún Hrönn Einarsdóttir blómaskreytir. „Ég legg áherslu á einfaldleikann og nota ýmislegt með blómunum," segir hún um fermingarskreytingarnar, sem hún teygir sumar hverjar út á borðið með hjálp vírs og oasis-kúlna. Hún er líka með ódýra og litríka vasa sem er hægt að sveigja og setja flottan svip á borð.

„Mér þykir gaman að stilla þannig upp að ég miðli hugmyndum til fólks," segir Guðrún Hrönn og tekur fram að fólk geti komið með eigin kerti og hún skreytt í kringum þau. - gun

Hér er smáu og stóru blandað saman í Blómastúdíói Hrönn. Fréttablaðið/GVA
Brynja Vilhjálmsdóttir í Mimosu á Glerártorgi með borðskreytingu úr túlípönum, pálmablaði og hvítum hjörtum. Mynd/Heida.is
Gerberur í glervasa með silfurvír. Í botninum eru bláar kúlur. Úr Mimosu á Glerártorgi.

Mynd/Heida.is

Litirnir blár og límónugrænn fara ljómandi vel saman eins og sést í Blómastúdíói Hrönn.
Nellikurnar eru margar saman á stilk og eru því ekki dýrar. Fréttablaðið/GVA






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.