Töfratalan Sigga Dögg kynfræðingur skrifar 27. febrúar 2011 06:00 Ég er oft spurð út í kynjamun í tengslum við kynfræðslu og þá hvort strákar spyrji annarra spurninga en stelpur. Ég þarf yfirleitt að hugsa mig töluvert um því fyrir mér þá eru það einna helst kynfærin sem aðgreina kynin en ekki kynlífsathafnir. Það væri þó lygi að segja að kynin komi eins að borði þegar viðkemur kynfræðslu. Fljótt á litið virðast konur vera tilbúnari til að ræða flesta króka og kima kynlífs á fróðleiksfúsan en hispurslausan hátt. Karlmenn virðast hins vegar oft á tíðum vera feimnari og gera sér upp algert áhugaleysi um efnið. Hvort það sé raunin get ég ekki sagt til um. Þó er það mín reynsla að spurningar karlmanna snúi helst að mér og minni persónulegu kynlífsreynslu, og þá sérstaklega í tengslum við framandi stellingar og fjölda bólfélaga. Ég gæti brugðist ókvæða við og talið þetta sönnun þess að menn séu svín sem kunna sig ekki, en ég held að spurningin risti dýpra en svo. Ég tel því að spurningin sé til þess falin að kanna hvort ég sé traustsins verð og ef ég svara rétt þá geti karlmenn spurt að því sem raunverulega brennur á þeim. Þrátt fyrir þessa túlkun mína þá breytir það því ekki að á hverjum einasta degi heyrist spurningin: hversu mörgum hefur þú stundað kynlíf með? Persónulega tel ég þetta málinu algerlega óviðkomandi og ein dónalegasta spurning sem hægt er að spyrja. Fjöldi rekkjunauta er leikur að tölum sem segir ekki til um kynlífsathafnir viðkomandi, hvorki í fortíð, nútíð né framtíð. Einn bólfélagi getur þýtt annaðhvort fjöldinn allur af samförum eða bara eitt skipti. Ég læt þig svo um að dæma hvort sé meira lýsandi þó tala einstaklinga sé sú sama. Þetta er sígilda sagan um madonnuna og hóruna. Karlar eiga að sækja sér karlmennsku og kynlífsreynslu í sköpum sem flestra kvenna á meðan þessar sömu dömur eiga að læsa beltinu og bíða eftir þeim eina rétta. Þessi tvískinnungur gengur ekki upp og er því alger rökleysa. Einstaklingum væri nær að ræða hvað þeir væru tilbúnir til að prufa frekar en með hversu mörgum þeir hafa prufað það. Við þurfum að hætta að spyrja að hlutum sem engu máli skipta. Til að hnýta endanlegan hnút á umræðuna þá er það mýta að píkan slappist og verði víð eftir ákveðið magn samfara, rétt eins og typpi minnka ekki né stækka því oftar sem þau eru strokkuð. Verum smart og sýnum hvort öðru virðingu í samræðum og samförum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Ég er oft spurð út í kynjamun í tengslum við kynfræðslu og þá hvort strákar spyrji annarra spurninga en stelpur. Ég þarf yfirleitt að hugsa mig töluvert um því fyrir mér þá eru það einna helst kynfærin sem aðgreina kynin en ekki kynlífsathafnir. Það væri þó lygi að segja að kynin komi eins að borði þegar viðkemur kynfræðslu. Fljótt á litið virðast konur vera tilbúnari til að ræða flesta króka og kima kynlífs á fróðleiksfúsan en hispurslausan hátt. Karlmenn virðast hins vegar oft á tíðum vera feimnari og gera sér upp algert áhugaleysi um efnið. Hvort það sé raunin get ég ekki sagt til um. Þó er það mín reynsla að spurningar karlmanna snúi helst að mér og minni persónulegu kynlífsreynslu, og þá sérstaklega í tengslum við framandi stellingar og fjölda bólfélaga. Ég gæti brugðist ókvæða við og talið þetta sönnun þess að menn séu svín sem kunna sig ekki, en ég held að spurningin risti dýpra en svo. Ég tel því að spurningin sé til þess falin að kanna hvort ég sé traustsins verð og ef ég svara rétt þá geti karlmenn spurt að því sem raunverulega brennur á þeim. Þrátt fyrir þessa túlkun mína þá breytir það því ekki að á hverjum einasta degi heyrist spurningin: hversu mörgum hefur þú stundað kynlíf með? Persónulega tel ég þetta málinu algerlega óviðkomandi og ein dónalegasta spurning sem hægt er að spyrja. Fjöldi rekkjunauta er leikur að tölum sem segir ekki til um kynlífsathafnir viðkomandi, hvorki í fortíð, nútíð né framtíð. Einn bólfélagi getur þýtt annaðhvort fjöldinn allur af samförum eða bara eitt skipti. Ég læt þig svo um að dæma hvort sé meira lýsandi þó tala einstaklinga sé sú sama. Þetta er sígilda sagan um madonnuna og hóruna. Karlar eiga að sækja sér karlmennsku og kynlífsreynslu í sköpum sem flestra kvenna á meðan þessar sömu dömur eiga að læsa beltinu og bíða eftir þeim eina rétta. Þessi tvískinnungur gengur ekki upp og er því alger rökleysa. Einstaklingum væri nær að ræða hvað þeir væru tilbúnir til að prufa frekar en með hversu mörgum þeir hafa prufað það. Við þurfum að hætta að spyrja að hlutum sem engu máli skipta. Til að hnýta endanlegan hnút á umræðuna þá er það mýta að píkan slappist og verði víð eftir ákveðið magn samfara, rétt eins og typpi minnka ekki né stækka því oftar sem þau eru strokkuð. Verum smart og sýnum hvort öðru virðingu í samræðum og samförum.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun