Lýðræði eða ríkisræði Jónína Michaelsdóttir skrifar 18. janúar 2011 06:00 Í siðuðum samfélögum eru rammar og umferðarreglur sem allir þekkja, og flestir gangast undir. Þessar samfélagsreglur eiga að tryggja öryggi almennings og um leið greiða leið að því sem lífið snýst að miklu leyti um, afkomu, menntun, heilsugæslu, löggæslu, samgöngur, fjölbreytt menningarumhverfi og öflugt atvinnulíf. Í lýðræðisríkjum kjósa menn þá sem þeir treysta best til að standa vörð um hagsmuni sína, velferð og öryggi. Við það val er dómgreindin ekki alltaf vel upplögð, eins og dæmin sanna. Þetta á bæði við um val á einstaklingum og flokkum. Það gerist óþarflega oft, að fólki, sem veit ekki hvað það veit ekki, er treyst fyrir viðfangsefni sem varðar þjóðarhag. Fólki sem gerir ekki greinarmun á eigin sérvisku og almannahag. En það er ekki við það að sakast, heldur þá sem völdu þá til valda.Höft og bönn Vandaður og úthugsaður samfélagsrammi er uppistaða samfélagsins. Allir rata um hann og vita hvað má og hvað ekki. Þegar fólki er treyst fyrir sjálfu sér, eflist athafnalíf og velmegun. Þegar hið opinbera þrengir rammann smátt og smátt, dregur það bæði úr framtakssemi og farsæld. Þegar þeir sem stjórna landinu trúa því í einlægni að það sé almenningi fyrir bestu að hafa ekki of mikið svigrúm, laun eða umsvif, þá er silkiklæddur kúgunarhanski ekki langt undan. Þegar við bætist að stjórnarliðið rær hvert í sína áttina, en alltaf með yfirlæti og sjálfhól á vörum, þá er ekki nema von að almenningur sé ráðvilltur. Fyrir mörgum árum var mér sagt frá virtum manni í viðskiptalífinu, sem fékk leyfi til að kaupa sér bifreið frá útlöndum á þeim tíma sem innflutningur á bifreiðum var ekki leyfður. Ekki fyrir hvern sem var. En þeir sem fengu þessi leyfi gátu sótt um að kaupa nýja bifreið á nokkurra ára fresti. Þegar að því kom að þessi höft voru leyst og allir sem höfðu ráð á því gátu keypt sér bifreið, varð þessi maður mjög áhyggjufullur. Þetta kynni ekki góðri lukku að stýra. Það væri hreint ekki fyrir alla að keyra bíl og hann sá fyrir sér slys og öngþveiti ef þetta færi í gegn. Sá sem sagði mér frá þessu var vinur mannsins. Sagði hann hafa verið heiðarlegan mann og góðgjarnan, en orðinn svo samdauna forræði ríkisins og höftum, að hugsun um opið hagkerfi og sjálfræði einstaklinga hefði hrætt hann og komið honum úr jafnvægi.Ekki með langtímahugsun Þó að ríkisstjórnin okkar leggi sig alla fram og skrópi ekki í vinnunni, þá held ég að þessi almenningur sem hún er alltaf að tengja sig við, finni ekki mikið fyrir þakklæti í hennar garð, og viti eiginlega ekki hverju og hverjum á að treysta. Margir hafa á tilfinningunni að stefnt sé að því að draga allt undir hið opinbera. Reynslan kennir að með niðurskurði og skattlagningu, boði og bönnum, dregur smám saman úr vilja til verka og á endanum fær ríkið óskorað foreldravald. Góður gestur í Silfri Egils um helgina, sagði að við Íslendingar værum ekki með langtímahugsun, og það er dálítið til í því. Við erum ýmist í augnablikinu eða fortíðinni. Við erum líka þrasgefin, sjálfumglöð og frek. Um leið erum við hugmyndarík og lítið fyrir að gefast upp. En ef við ætlum ekki að láta draga úr okkur frumkvæði og framtaksvilja á næstu misserum og árum, verðum við að vera vakandi. Glaðvakandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Í siðuðum samfélögum eru rammar og umferðarreglur sem allir þekkja, og flestir gangast undir. Þessar samfélagsreglur eiga að tryggja öryggi almennings og um leið greiða leið að því sem lífið snýst að miklu leyti um, afkomu, menntun, heilsugæslu, löggæslu, samgöngur, fjölbreytt menningarumhverfi og öflugt atvinnulíf. Í lýðræðisríkjum kjósa menn þá sem þeir treysta best til að standa vörð um hagsmuni sína, velferð og öryggi. Við það val er dómgreindin ekki alltaf vel upplögð, eins og dæmin sanna. Þetta á bæði við um val á einstaklingum og flokkum. Það gerist óþarflega oft, að fólki, sem veit ekki hvað það veit ekki, er treyst fyrir viðfangsefni sem varðar þjóðarhag. Fólki sem gerir ekki greinarmun á eigin sérvisku og almannahag. En það er ekki við það að sakast, heldur þá sem völdu þá til valda.Höft og bönn Vandaður og úthugsaður samfélagsrammi er uppistaða samfélagsins. Allir rata um hann og vita hvað má og hvað ekki. Þegar fólki er treyst fyrir sjálfu sér, eflist athafnalíf og velmegun. Þegar hið opinbera þrengir rammann smátt og smátt, dregur það bæði úr framtakssemi og farsæld. Þegar þeir sem stjórna landinu trúa því í einlægni að það sé almenningi fyrir bestu að hafa ekki of mikið svigrúm, laun eða umsvif, þá er silkiklæddur kúgunarhanski ekki langt undan. Þegar við bætist að stjórnarliðið rær hvert í sína áttina, en alltaf með yfirlæti og sjálfhól á vörum, þá er ekki nema von að almenningur sé ráðvilltur. Fyrir mörgum árum var mér sagt frá virtum manni í viðskiptalífinu, sem fékk leyfi til að kaupa sér bifreið frá útlöndum á þeim tíma sem innflutningur á bifreiðum var ekki leyfður. Ekki fyrir hvern sem var. En þeir sem fengu þessi leyfi gátu sótt um að kaupa nýja bifreið á nokkurra ára fresti. Þegar að því kom að þessi höft voru leyst og allir sem höfðu ráð á því gátu keypt sér bifreið, varð þessi maður mjög áhyggjufullur. Þetta kynni ekki góðri lukku að stýra. Það væri hreint ekki fyrir alla að keyra bíl og hann sá fyrir sér slys og öngþveiti ef þetta færi í gegn. Sá sem sagði mér frá þessu var vinur mannsins. Sagði hann hafa verið heiðarlegan mann og góðgjarnan, en orðinn svo samdauna forræði ríkisins og höftum, að hugsun um opið hagkerfi og sjálfræði einstaklinga hefði hrætt hann og komið honum úr jafnvægi.Ekki með langtímahugsun Þó að ríkisstjórnin okkar leggi sig alla fram og skrópi ekki í vinnunni, þá held ég að þessi almenningur sem hún er alltaf að tengja sig við, finni ekki mikið fyrir þakklæti í hennar garð, og viti eiginlega ekki hverju og hverjum á að treysta. Margir hafa á tilfinningunni að stefnt sé að því að draga allt undir hið opinbera. Reynslan kennir að með niðurskurði og skattlagningu, boði og bönnum, dregur smám saman úr vilja til verka og á endanum fær ríkið óskorað foreldravald. Góður gestur í Silfri Egils um helgina, sagði að við Íslendingar værum ekki með langtímahugsun, og það er dálítið til í því. Við erum ýmist í augnablikinu eða fortíðinni. Við erum líka þrasgefin, sjálfumglöð og frek. Um leið erum við hugmyndarík og lítið fyrir að gefast upp. En ef við ætlum ekki að láta draga úr okkur frumkvæði og framtaksvilja á næstu misserum og árum, verðum við að vera vakandi. Glaðvakandi.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun