Forysta Sjálfstæðisflokksins Þorsteinn Pálsson skrifar 5. febrúar 2011 23:45 Alþingi gerir nú þriðju atrennu að því að ljúka Icesave. Umræðan snýst þó ekki eins og áður um það hvort ríkisstjórnin hefur meirihluta í eigin röðum. Pólitísku tíðindin eru þau að Sjálfstæðisflokkurinn hefur í stjórnarandstöðu tekið að sér að hafa forystu um að ljúka málinu með nýjum samningi. Ríkisstjórnin hefur setið með þetta mál óleyst í fanginu í tvö ár. Hún hefur tvívegis gert samninga við Breta og Hollendinga sem bæði stjórnarandstaðan og hluti af hennar eigin þingliði gerðu hana afturreka með. Aðkoma alvöru viðmælenda var forsenda viðsemjendanna fyrir þriðju tilrauninni. Sjálfstæðisflokkurinn ákvað að axla þá ábyrgð og teflir nú fram betri samningi með því pólitíska afli sem þarf til að koma málinu frá. Ráðherrarnir eru orðnir að eins konar fylgifiskum Sjálfstæðisflokksins í málsmeðferðinni. Sú staðreynd að ríkisstjórnin hefur ekki ráðið við þetta mál er eitt gleggsta dæmið um þá málefnakreppu sem tafið hefur endurreisnina. Forystu sjálfstæðismanna hefur tekist að hagnýta sér þessa veiku stöðu ríkisstjórnarinnar til þess að gera flokk þeirra að því afli sem þurfti til að tryggja farsælar málalyktir í einu allra snúnasta milliríkjamáli sem þjóðin hefur glímt við. Það var auðvelt að falla á því prófi. Hitt kallaði á nokkra lagni og svolítið áræði að standast það. Í því ljósi sýna lyktir málsins nýja stöðu á taflborði stjórnmálanna þar sem Sjálfstæðisflokknum hefur tekist að breikka sókn sína og styrkja sig málefnalega. Leiðtogi en ekki fundarstjóriFyrir liggur að áhrifarík öfl innan flokksins eru andvíg hvers kyns samningum. Önnur spurning er því hvaða áhrif þessi afstaða muni hafa á stöðu forystunnar á meðal flokksmanna. Tvenns konar rök eru helst færð fram gegn samningum: Önnur eru þau að lagaskylda til samninga sé ekki fyrir hendi. Hin eru að óverjandi sé að skattborgararnir ábyrgist skaðaverk óreiðumanna sem í tilviki Icesave eru helstu eigendur, bankaráð og bankastjórn gamla Landsbankans. Varðandi fyrra atriðið er það að segja að þáverandi formaður bankastjórnar Seðlabankans og fjármálaráðherra féllust á það í samningum við AGS í nóvember 2008 að finna pólitíska lausn. Um síðara atriðið er það að segja að skattborgararnir voru gerðir ábyrgir fyrir öllum innlendum innistæðuskuldbindingum þeirra meintu óreiðumanna sem stóðu að gamla Landsbankanum. Að auki hafa skattborgararnir lagt bankanum til marga tugi milljarða króna í nýju hlutafé til að geta staðið undir hluta af öðrum innlendum skuldbindingum þeirra. Að þessu virtu verður ekki séð að mótrökin veiki þá efnislegu niðurstöðu málsins sem forysta Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að tryggja í þágu þjóðarinnar eftir að hafa gert ríkisstjórnina afturreka í tvígang. Málefnalega sýnist forysta Sjálfstæðisflokksins þannig standa vel að vígi. Erfiðara er að sjá fyrir hvort þessi innanflokksátök verði forystunni fjötur um fót. Hitt er ljóst að hinn ungi formaður flokksins hefur með framgöngu sinni í þessu máli sýnt að hann lítur ekki á sig sem fundarstjóra heldur leiðtoga. Hvernig sem allt fer er hann því sterkari stjórnmálamaður eftir þessa ákvörðun en fyrir. Það eru önnur helstu tíðindi þessara málaloka. Söguleg fordæmiÁrið 1973 stóð svipað á og nú. Fyrir landinu fór vinstristjórn sem var í upplausn og réði ekki við helstu mál. Átök stóðu sem hæst við Breta vegna landhelgisútfærslunnar. Þeir voru mestir Íslendingar sem harðast töluðu gegn samvinnu og samningum við aðrar þjóðir. Í því eldfima andrúmslofti freistaði Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra þess að ná samningum við Breta eins og Ólafur Thors rúmum áratug áður. Hann hafði þó ekki meirihluta í eigin þingliði. Ýmsir sjálfstæðismenn töldu að rétt væri að spila á strengi þjóðerniskenndarinnar og láta kné fylgja kviði. Forysta þeirra ákvað hins vegar í ljósi áratuga hlutverks flokksins í utanríkismálum að styðja samninginn. Þetta rak ríkisstjórnarflokkana saman í atkvæðagreiðslunni. Eigi að síður varð þetta upphafið að endalokum stjórnarsamstarfsins nokkrum mánuðum síðar. Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði á móti. Enginn þeirra óx af því. Með þessu styrkti Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar málefnalega stöðu sína á taflborði stjórnmálanna. Rangt stöðumat í samningum getur verið afdrifaríkt. Sú varð raunin í árangurslausum viðræðum við Bandaríkin í byrjun þessarar aldar um breytta stöðu varnarliðsins. Það er víti til varnaðar. Þessi sögulegu fordæmi ættu fremur en hitt að styrkja forystu Sjálfstæðisflokksins í þeirri leiðsögn út úr Icesave-vandanum sem hún er nú að veita. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þorsteinn Pálsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Alþingi gerir nú þriðju atrennu að því að ljúka Icesave. Umræðan snýst þó ekki eins og áður um það hvort ríkisstjórnin hefur meirihluta í eigin röðum. Pólitísku tíðindin eru þau að Sjálfstæðisflokkurinn hefur í stjórnarandstöðu tekið að sér að hafa forystu um að ljúka málinu með nýjum samningi. Ríkisstjórnin hefur setið með þetta mál óleyst í fanginu í tvö ár. Hún hefur tvívegis gert samninga við Breta og Hollendinga sem bæði stjórnarandstaðan og hluti af hennar eigin þingliði gerðu hana afturreka með. Aðkoma alvöru viðmælenda var forsenda viðsemjendanna fyrir þriðju tilrauninni. Sjálfstæðisflokkurinn ákvað að axla þá ábyrgð og teflir nú fram betri samningi með því pólitíska afli sem þarf til að koma málinu frá. Ráðherrarnir eru orðnir að eins konar fylgifiskum Sjálfstæðisflokksins í málsmeðferðinni. Sú staðreynd að ríkisstjórnin hefur ekki ráðið við þetta mál er eitt gleggsta dæmið um þá málefnakreppu sem tafið hefur endurreisnina. Forystu sjálfstæðismanna hefur tekist að hagnýta sér þessa veiku stöðu ríkisstjórnarinnar til þess að gera flokk þeirra að því afli sem þurfti til að tryggja farsælar málalyktir í einu allra snúnasta milliríkjamáli sem þjóðin hefur glímt við. Það var auðvelt að falla á því prófi. Hitt kallaði á nokkra lagni og svolítið áræði að standast það. Í því ljósi sýna lyktir málsins nýja stöðu á taflborði stjórnmálanna þar sem Sjálfstæðisflokknum hefur tekist að breikka sókn sína og styrkja sig málefnalega. Leiðtogi en ekki fundarstjóriFyrir liggur að áhrifarík öfl innan flokksins eru andvíg hvers kyns samningum. Önnur spurning er því hvaða áhrif þessi afstaða muni hafa á stöðu forystunnar á meðal flokksmanna. Tvenns konar rök eru helst færð fram gegn samningum: Önnur eru þau að lagaskylda til samninga sé ekki fyrir hendi. Hin eru að óverjandi sé að skattborgararnir ábyrgist skaðaverk óreiðumanna sem í tilviki Icesave eru helstu eigendur, bankaráð og bankastjórn gamla Landsbankans. Varðandi fyrra atriðið er það að segja að þáverandi formaður bankastjórnar Seðlabankans og fjármálaráðherra féllust á það í samningum við AGS í nóvember 2008 að finna pólitíska lausn. Um síðara atriðið er það að segja að skattborgararnir voru gerðir ábyrgir fyrir öllum innlendum innistæðuskuldbindingum þeirra meintu óreiðumanna sem stóðu að gamla Landsbankanum. Að auki hafa skattborgararnir lagt bankanum til marga tugi milljarða króna í nýju hlutafé til að geta staðið undir hluta af öðrum innlendum skuldbindingum þeirra. Að þessu virtu verður ekki séð að mótrökin veiki þá efnislegu niðurstöðu málsins sem forysta Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að tryggja í þágu þjóðarinnar eftir að hafa gert ríkisstjórnina afturreka í tvígang. Málefnalega sýnist forysta Sjálfstæðisflokksins þannig standa vel að vígi. Erfiðara er að sjá fyrir hvort þessi innanflokksátök verði forystunni fjötur um fót. Hitt er ljóst að hinn ungi formaður flokksins hefur með framgöngu sinni í þessu máli sýnt að hann lítur ekki á sig sem fundarstjóra heldur leiðtoga. Hvernig sem allt fer er hann því sterkari stjórnmálamaður eftir þessa ákvörðun en fyrir. Það eru önnur helstu tíðindi þessara málaloka. Söguleg fordæmiÁrið 1973 stóð svipað á og nú. Fyrir landinu fór vinstristjórn sem var í upplausn og réði ekki við helstu mál. Átök stóðu sem hæst við Breta vegna landhelgisútfærslunnar. Þeir voru mestir Íslendingar sem harðast töluðu gegn samvinnu og samningum við aðrar þjóðir. Í því eldfima andrúmslofti freistaði Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra þess að ná samningum við Breta eins og Ólafur Thors rúmum áratug áður. Hann hafði þó ekki meirihluta í eigin þingliði. Ýmsir sjálfstæðismenn töldu að rétt væri að spila á strengi þjóðerniskenndarinnar og láta kné fylgja kviði. Forysta þeirra ákvað hins vegar í ljósi áratuga hlutverks flokksins í utanríkismálum að styðja samninginn. Þetta rak ríkisstjórnarflokkana saman í atkvæðagreiðslunni. Eigi að síður varð þetta upphafið að endalokum stjórnarsamstarfsins nokkrum mánuðum síðar. Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði á móti. Enginn þeirra óx af því. Með þessu styrkti Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar málefnalega stöðu sína á taflborði stjórnmálanna. Rangt stöðumat í samningum getur verið afdrifaríkt. Sú varð raunin í árangurslausum viðræðum við Bandaríkin í byrjun þessarar aldar um breytta stöðu varnarliðsins. Það er víti til varnaðar. Þessi sögulegu fordæmi ættu fremur en hitt að styrkja forystu Sjálfstæðisflokksins í þeirri leiðsögn út úr Icesave-vandanum sem hún er nú að veita.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun