Ógleymanleg jól á húsbáti á Indlandi 1. nóvember 2011 00:01 Jólin 2003 líða Sigríði Víðis Jónsdóttur seint úr minni en þeim eyddi hún á húsbáti í Kerala héraði á Indlandi. Fréttablaðið/Vilhelm Jól á húsbáti á Indlandi hljóta að teljast fremur sérstök. Sigríður Víðis Jónsdóttir eyddi jólum við þessar aðstæður þegar hún var á bakpokaferðalagi. Fyrir fimm árum var ég á ferðalagi á Indlandi og var þá að íhuga að sleppa jafnvel jólunum það árið þar sem í raun var ekkert á Indlandi sem minnti mig á jólin, auk þess sem ég var með mjög stranga fjárhagsáætlun á mínu langa ferðalagi," segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, blaðakona með meiru. „Þegar maður er einhvers staðar úti þar sem er sól allan daginn, fæstir eru kristinnar trúar og enginn að spá í jólunum þá gleymir maður þeim auðveldlega. Þannig að ég var mjög afslöppuð yfir þessu öllu saman," segir Sigríður yfirveguð. Hins vegar var fjölskyldan heima á Íslandi miður sín yfir því að stúlkan ætlaði hugsanlega að slaufa jólunum, alein úti í heimi. „Ég var eins og fyrr segir að ferðast ódýrt þar sem þetta var um átta mánaða ferðalag og gisti því á mjög ódýrum gististöðum sem létu lítið yfir sér. Það fór hins vegar fyrir brjóstið á foreldrum mínum að ég ætlaði að vera ein á einhverju ódýru gistiheimili um jólin og því tóku þau ekki annað í mál en að þau myndu borga fyrir mig flott hótel og góðan mat á jólunum," segir Sigríður kímin. Það varð því úr að Sigríður ákvað að eyða aðfangadagskvöldi á húsbáti í Kerala-héraði. „Þarna niður frá er vinsælt að sigla slíkum bátum á ám og síkjum nálægt sjónum þar sem mjög fallegt er um að litast. Kerala er mjög grænt fylki, pálmatré, fuglar og þess háttar og þetta eru notalegir trébátar sem siglt er á," útskýrir Sigríður. Hún hitti síðan tvær hollenskar stelpur sem vissu heldur ekkert hvað þær ættu að gera á jólunum og ákvað þríeykið að eyða jólunum saman.„Við vorum eins og greifar þarna á bátnum. Ef mig misminnir ekki þá vorum við með jafnmarga starfsmenn sem þjónuðu okkur. Herbergin voru glæsileg með stórum, góðum rúmum og klósetti og síðan fengum við gómsætan mat, liðum um síkin og nutum náttúrufegurðarinnar á meðan við drukkum ávaxtasafa úr melónu sem hafði verið holuð að innan," segir Sigríður sællar minningar. „Um kvöldið fengum við fínan, indverskan jólamat og lágum úti og horfðum á stjörnubjartan himininn og áttum heimspekilegar samræður um lífið og tilveruna." Sigríður segir að þrátt fyrir að þessi jól hafi verið allsendis frábrugðin öðrum jólum sem hún hefur upplifað þá hafi ekki skort á jólastemninguna. „Ég fór meira að segja í sparibuxur og greiddi mér og hafði auk þess keypt mér vínrauðan jólanáttkjól sem hollensku stelpurnar hlógu mikið að. Síðan sungum við jólasöngva og veltumst um af hlátri." Þrátt fyrir allan lúxusinn kostaði ævintýrið góða þó mjög lítið. „Þegar ég sendi foreldrum mínum reikninginn fyrir öllu saman kom úr kafinu að þetta kostaði einungis um sjö eða átta þúsund íslenskar krónur en á Indlandi, í þessu samhengi, var ég með allt annað verðskyn og mér þótti þetta mjög dýrt þá." Sigríður minnist þessa aðfangadagskvölds undir stjörnubjörtum himni á Indlandi sem mesta munaðar sem hún hafi komist í. „Þökk sé foreldrum mínum, sem björguðu jólunum," segir Sigríður brosandi. Jólafréttir Mest lesið Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Adam átti syni sjö Jól Brotið blað um jól Jólin Baksýnisspegillinn Jól Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Aðventan er alltaf fallegur tími Jól Skýtur allt sem leyfilegt er að skjóta Jól Jólapappír endurnýttur Jólin Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól
Jól á húsbáti á Indlandi hljóta að teljast fremur sérstök. Sigríður Víðis Jónsdóttir eyddi jólum við þessar aðstæður þegar hún var á bakpokaferðalagi. Fyrir fimm árum var ég á ferðalagi á Indlandi og var þá að íhuga að sleppa jafnvel jólunum það árið þar sem í raun var ekkert á Indlandi sem minnti mig á jólin, auk þess sem ég var með mjög stranga fjárhagsáætlun á mínu langa ferðalagi," segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, blaðakona með meiru. „Þegar maður er einhvers staðar úti þar sem er sól allan daginn, fæstir eru kristinnar trúar og enginn að spá í jólunum þá gleymir maður þeim auðveldlega. Þannig að ég var mjög afslöppuð yfir þessu öllu saman," segir Sigríður yfirveguð. Hins vegar var fjölskyldan heima á Íslandi miður sín yfir því að stúlkan ætlaði hugsanlega að slaufa jólunum, alein úti í heimi. „Ég var eins og fyrr segir að ferðast ódýrt þar sem þetta var um átta mánaða ferðalag og gisti því á mjög ódýrum gististöðum sem létu lítið yfir sér. Það fór hins vegar fyrir brjóstið á foreldrum mínum að ég ætlaði að vera ein á einhverju ódýru gistiheimili um jólin og því tóku þau ekki annað í mál en að þau myndu borga fyrir mig flott hótel og góðan mat á jólunum," segir Sigríður kímin. Það varð því úr að Sigríður ákvað að eyða aðfangadagskvöldi á húsbáti í Kerala-héraði. „Þarna niður frá er vinsælt að sigla slíkum bátum á ám og síkjum nálægt sjónum þar sem mjög fallegt er um að litast. Kerala er mjög grænt fylki, pálmatré, fuglar og þess háttar og þetta eru notalegir trébátar sem siglt er á," útskýrir Sigríður. Hún hitti síðan tvær hollenskar stelpur sem vissu heldur ekkert hvað þær ættu að gera á jólunum og ákvað þríeykið að eyða jólunum saman.„Við vorum eins og greifar þarna á bátnum. Ef mig misminnir ekki þá vorum við með jafnmarga starfsmenn sem þjónuðu okkur. Herbergin voru glæsileg með stórum, góðum rúmum og klósetti og síðan fengum við gómsætan mat, liðum um síkin og nutum náttúrufegurðarinnar á meðan við drukkum ávaxtasafa úr melónu sem hafði verið holuð að innan," segir Sigríður sællar minningar. „Um kvöldið fengum við fínan, indverskan jólamat og lágum úti og horfðum á stjörnubjartan himininn og áttum heimspekilegar samræður um lífið og tilveruna." Sigríður segir að þrátt fyrir að þessi jól hafi verið allsendis frábrugðin öðrum jólum sem hún hefur upplifað þá hafi ekki skort á jólastemninguna. „Ég fór meira að segja í sparibuxur og greiddi mér og hafði auk þess keypt mér vínrauðan jólanáttkjól sem hollensku stelpurnar hlógu mikið að. Síðan sungum við jólasöngva og veltumst um af hlátri." Þrátt fyrir allan lúxusinn kostaði ævintýrið góða þó mjög lítið. „Þegar ég sendi foreldrum mínum reikninginn fyrir öllu saman kom úr kafinu að þetta kostaði einungis um sjö eða átta þúsund íslenskar krónur en á Indlandi, í þessu samhengi, var ég með allt annað verðskyn og mér þótti þetta mjög dýrt þá." Sigríður minnist þessa aðfangadagskvölds undir stjörnubjörtum himni á Indlandi sem mesta munaðar sem hún hafi komist í. „Þökk sé foreldrum mínum, sem björguðu jólunum," segir Sigríður brosandi.
Jólafréttir Mest lesið Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Adam átti syni sjö Jól Brotið blað um jól Jólin Baksýnisspegillinn Jól Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Brekkur til að renna sér í Jólin Aðventan er alltaf fallegur tími Jól Skýtur allt sem leyfilegt er að skjóta Jól Jólapappír endurnýttur Jólin Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól