Tungan og táknmálið styrkt Steinunn Stefánsdóttir skrifar 3. febrúar 2011 09:15 Mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, kynnti ríkisstjórn í vikunni frumvarp til laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Hlutverk laganna er að vera rammalög um íslenska tungu en slík löggjöf hefur ekki áður verið til hér á landi. Frumvarpið er rökrétt framhald þingsályktunar um íslenska málstefnu sem samþykkt var á Alþingi fyrir tæpum tveimur árum. Í þeirri ályktun voru tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu samþykktar sem opinber stefna í málefnum íslenskrar tungu en rituð íslensk málstefna hafði fram að því ekki verið til. Með frumvarpinu er brotið blað á tveimur sviðum. Í fyrsta lagi verður í fyrsta sinn til löggjöf sem kveður á um stöðu íslenskrar tungu sem þjóðtungu Íslendinga og opinbers máls íslenska ríkisins. Slík löggjöf hefur ekki áður verið til og ekki er heldur kveðið á um tungumálið í stjórnarskrá. Í öðru lagi, sem ekki er síður mikils vert, verður staða táknmálsins einnig tryggð í lögunum. Þannig er kveðið á um að íslenska táknmálið sé "fyrsta mál þess hluta heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra og afkomenda þeirra sem reiða sig á það til tjáningar og samskipta," eins og segir í 3. grein frumvarpsins þar sem einnig kveður á um að ríkið skuli hlúa að táknmálinu og styðja það. Þarna er vitanlega um að ræða mikla réttarbót fyrir notendur táknmáls. Gera verður ráð fyrir að víðtæk samstaða verði á Alþingi um frumvarp menntamálaráðherra. Sú var enda raunin um þingsályktunina um íslenska málstefnu sem samþykkt var vorið 2009. Lög um stöðu íslenskrar tungu munu án vafa styrkja stöðu íslenskunnar á öllum sviðum samfélagsins. Ekki síst vegna þess að þar er kveðið á um skyldu stjórnvalda til að vinna að varðveislu tungunnar og þróun hennar og nothæfni og aðgengi að málinu. Þjóðtunga sem einungis er töluð af liðlega 300 þúsund manns má sín ekki mikils í stóru samhengi þjóðanna og því fylgir talsverð ábyrgð að vera einn af þeim litla hópi sem á hana að móðurmáli. Sú staðreynd blasir við að fæstir komast í gegnum daginn án þess að nota fleiri mál en íslenskuna. Kunnátta í erlendum tungumálum verður því stöðugt mikilvægari. Samhliða því er ákaflega mikilvægt að hlúa að og rækta móðurmálið. Líf og þróun íslenskunnar er fyrst og síðast í höndum, eða á tungu, þeirra sem málið tala og nota. Það er okkar að þróa hana og vernda með skynsamlegum hætti. Löggjöf um stöðu íslenskunnar er mikilsverður stuðningur við það verkefni. Íslensk málstefna sem samþykkt var í mars 2009 og nú væntanleg löggjöf veitir íslenskunni nauðsynlegan ramma og aðhald. Næsta skref verður vonandi að fara að dæmi þorra þjóða og kveða á um þjóðtungu í þeirri stjórnarskrá sem vonandi verður skrifuð á næstu misserum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, kynnti ríkisstjórn í vikunni frumvarp til laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls. Hlutverk laganna er að vera rammalög um íslenska tungu en slík löggjöf hefur ekki áður verið til hér á landi. Frumvarpið er rökrétt framhald þingsályktunar um íslenska málstefnu sem samþykkt var á Alþingi fyrir tæpum tveimur árum. Í þeirri ályktun voru tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri málstefnu samþykktar sem opinber stefna í málefnum íslenskrar tungu en rituð íslensk málstefna hafði fram að því ekki verið til. Með frumvarpinu er brotið blað á tveimur sviðum. Í fyrsta lagi verður í fyrsta sinn til löggjöf sem kveður á um stöðu íslenskrar tungu sem þjóðtungu Íslendinga og opinbers máls íslenska ríkisins. Slík löggjöf hefur ekki áður verið til og ekki er heldur kveðið á um tungumálið í stjórnarskrá. Í öðru lagi, sem ekki er síður mikils vert, verður staða táknmálsins einnig tryggð í lögunum. Þannig er kveðið á um að íslenska táknmálið sé "fyrsta mál þess hluta heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra og afkomenda þeirra sem reiða sig á það til tjáningar og samskipta," eins og segir í 3. grein frumvarpsins þar sem einnig kveður á um að ríkið skuli hlúa að táknmálinu og styðja það. Þarna er vitanlega um að ræða mikla réttarbót fyrir notendur táknmáls. Gera verður ráð fyrir að víðtæk samstaða verði á Alþingi um frumvarp menntamálaráðherra. Sú var enda raunin um þingsályktunina um íslenska málstefnu sem samþykkt var vorið 2009. Lög um stöðu íslenskrar tungu munu án vafa styrkja stöðu íslenskunnar á öllum sviðum samfélagsins. Ekki síst vegna þess að þar er kveðið á um skyldu stjórnvalda til að vinna að varðveislu tungunnar og þróun hennar og nothæfni og aðgengi að málinu. Þjóðtunga sem einungis er töluð af liðlega 300 þúsund manns má sín ekki mikils í stóru samhengi þjóðanna og því fylgir talsverð ábyrgð að vera einn af þeim litla hópi sem á hana að móðurmáli. Sú staðreynd blasir við að fæstir komast í gegnum daginn án þess að nota fleiri mál en íslenskuna. Kunnátta í erlendum tungumálum verður því stöðugt mikilvægari. Samhliða því er ákaflega mikilvægt að hlúa að og rækta móðurmálið. Líf og þróun íslenskunnar er fyrst og síðast í höndum, eða á tungu, þeirra sem málið tala og nota. Það er okkar að þróa hana og vernda með skynsamlegum hætti. Löggjöf um stöðu íslenskunnar er mikilsverður stuðningur við það verkefni. Íslensk málstefna sem samþykkt var í mars 2009 og nú væntanleg löggjöf veitir íslenskunni nauðsynlegan ramma og aðhald. Næsta skref verður vonandi að fara að dæmi þorra þjóða og kveða á um þjóðtungu í þeirri stjórnarskrá sem vonandi verður skrifuð á næstu misserum.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun