Tíska og hönnun

Tískubloggari hannar fyrir H&M

Sænski tískubloggarinn Elin Kling, til vinstri, hefur hannað fatalínu í samstarfi við tískurisann H&M. 
Nordicphotos/Getty
Sænski tískubloggarinn Elin Kling, til vinstri, hefur hannað fatalínu í samstarfi við tískurisann H&M. Nordicphotos/Getty
Sænski tískurisinn H&M hefur hannað sérstaka fatalínu í samstarfi við sænska tískubloggarann Elinu Kling og verður línan aðeins fáanleg í verslunum H&M í Svíþjóð.

Þetta er í fyrsta sinn sem verslunin fær tískubloggara í lið með sér, en Kling er einn vinsælasti bloggari Svía.

Línan inniheldur níu flíkur og er nútímaleg, einföld og látlaus og undir áhrifum frá hinum gamla bóhemastíl. Orðtækið „minna er meira“ á vel við línuna, sem tók rúmt ár að hanna.

„Það er mikill heiður að vera fyrsti tískubloggarinn sem tekur að sér slíkt verkefni. Ég er mjög ánægð með útkomuna og línan endurspeglar vel minn persónulega stíl,“ skrifaði Kling á bloggsíðu sinni.

Línan kemur í verslanir í Svíþjóð hinn 3. febrúar næstkomandi og er fullvíst að hennar verði beðið með mikilli eftirvæntingu.- sm





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.