Körfubolti

Larry Bird missti þolinmæðina og rak Jim O'Brien

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Larry Bird forseti NBA liðsins Indiana Pacers missti þolinmæðina gagnvart þjálfaranum Jim O'Brien í gær og Frank Vogel aðstoðarþjálfari liðsins mun stýra liðinu út leiktíðina.
Larry Bird forseti NBA liðsins Indiana Pacers missti þolinmæðina gagnvart þjálfaranum Jim O'Brien í gær og Frank Vogel aðstoðarþjálfari liðsins mun stýra liðinu út leiktíðina. Nordic Photos/Getty Images

Larry Bird forseti NBA liðsins Indiana Pacers missti þolinmæðina gagnvart þjálfaranum Jim O'Brien í gær og Frank Vogel aðstoðarþjálfari liðsins mun stýra liðinu út leiktíðina.

Undir stjórn O'Brien vann Indiana liðið 121 leik en tapaði 169 á 3 ½ ári. Indiana tapaði síðustu fimm leikjum sínum í deildinni og eftir tapleik gegn Orlando Magic hafði Bird séð nóg og greip til aðgerða. Þar á undan hafði Indiana tapað sjö af síðustu átta leikjum sínum.

Bird hefur gagnrýnt O'Brien fyrir hve lítið hann hefur notað yngri leikmenn liðsins á borð við nýliðana Paul George og Tyler Hansbrough. Lance Stephenson, sem einnig er nýliði, hefur ekkert leikið á þessu tímabili og Bird var alls ekki sáttur við það.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×