Körfubolti

Kevin Garnett búinn að kaupa hlut í Roma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin Garnett.
Kevin Garnett. Mynd/AP
Það fer fljótlega að komast í tísku í NBA-deildinni í körfubolta að eignast hlut í evrópskum fótboltaliðum ef marka má síðustu fréttir því Kevin Garnett hefur nú fetað í fótspor LeBron James.

Kevin Garnett sem leikur með Boston Celtics er búinn að kaupa lítinn hluti í ítalska félaginu AS Roma en félagið er í eigu Bandaríkjamanna og varð í haust fyrsta ítalska félaginu sem kemst í eigu útlendinga.

James Pallotta, sem á einmitt hluta í Boston Celtics, er einn fjögurra eigenda ítalska félagsins og hann fékk Garnett til að kaupa lítinn hlut í Roma.

LeBron James hafði fyrr á árinu eignast lítinn hlut í enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool sem er einnig í eigu Bandaríkjamanna eins og AS Roma.

Liverpool og Roma eru reyndar tengd því Thomas DiBenedetto, nýr forseti AS Roma, á einnig hlut í eignarhaldsfélaginu Fenway Sports Group sem á einmitt Liverpool.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×