Körfubolti

Derrick Rose fær 94 milljónir dollara frá Chicago Bulls fyrir fimm ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Derrick Rose.
Derrick Rose. Mynd/Nordic Photos/Getty
Derrick Rose, besti leikmaður NBA-deildarinnar í fyrra, er búinn að skrifa undir nýjan fimm ára samning við Chicago Bulls liðið en bandarískir fjölmiðlar sögðu frá þessu í nótt.

Samkvæmt heimildum AP fréttastofunnar þá fær Derrick Rose um það bil 94 milljónir dollara fyrir þessi fimm ár sem gerir rétt rúmlega ellefu og hálfan milljarð íslenskra króna.

Nýi samningurinn tekur ekki gildi fyrr en 2012-13 tímabilið sem þýðir að Rose er nú samningsbundinn Chicago Bulls til ársins 2018.

Derrick Rose er aðeins 23 ára gamall síðan í október og er nú að hefja sitt fjórða tímabil með Bulls. Hann var kosinn besti maður deildarinnar í síðustu leiktíð eftir að hafa verið með 25,0 stig og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik og hjálpað Chicago til að vinna 62 leiki og ná besta árangri allra liða í deildarkeppninni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×