Körfubolti

Mikill áhugi á Clippers-liðinu - áhorfendamet í Lakers-leiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Chris Paul og Mike Brown þjálfari Los Angeles Lakers.
Chris Paul og Mike Brown þjálfari Los Angeles Lakers. Mynd/Nordic Photos/Getty
Körfuboltaáhugamenn biðu spenntir eftir fyrsta leik Chris Paul með Los Angeles Clippers en hann fór fyrir sínu nýja liði í léttum sigri á nágrönnunum í Los Angeles Lakers á mánudagskvöldið.

Nú er komið í ljós að það var sett áhorfendamet á NBA TV því aldrei hafa fleiri horft á æfingaleik á stöðinni. 509 þúsund horfðu á leikinn á NBA TV en gamla metið var þegar LeBron James, Dwyane Wade og Chris Bosh léku sinn fyrsta æfingaleik með Miami Heat í fyrra.

Chris Paul brást ekki í þessum leik því hann var með 17 stig, 9 stoðsendingar, 7 fráköst og 5 stolna bolta á aðeins 24 mínútum í leiknum.

Koma Chris Paul til Los Angeles Clippers þýðir að þar er komið eitt mest spennandi lið deildarinnar í vetur og það má nánast bóka það að áhorfið verður mikið á liðið á tímabilinu.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×