Körfubolti

Clippers vann Lakers í annað skiptið á tveimur dögum - Miami tapaði fyrir Orlando

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant er meiddur.
Kobe Bryant er meiddur. Mynd/AP
Los Angeles Clippers vann nágranna sína í Los Angeles Lakers í nótt í æfingaleik fyrir komandi NBA-tímabil sem hefst á laugardaginn. Þetta var annar sigur Clippers á Lakers á tveimur dögum. Miami Heat tapaði fyrir Orlando Magic í nótt.

Blake Griffin skoraði 9 af 30 stigum sínum á síðustu fimm mínútum leiksins þegar Los Angeles Clippers vann 108-103 sigur á Lakers. Kobe Bryant meiddist á úlnlið í leik liðanna á mánudaginn og var ekki með í leiknum í nótt.

Caron Butler og Mo Williams skoruðu báðir 16 stig fyrir Clippers og DeAndre Jordan var með 14 stig. Chris Paul var með 10 stoðsendingar og 7 stig. Andrew Bynum var með 26 stig og 11 fráköst hjá Lakers og Steve Blake skoraði 20 stig.

Orlando Magic var fjórtán stigum undir í hálfleik á móti Miami Heat en vann engu að síður 104-100 í síðasta æfingaleik liðanna fyrir tímabilið. Glen Davis kveikti í Orlando-liðinu með því að skora 13 af 18 stigum sínum í þriðja leikhlutanum. Dwight Howard og Jason Richardson skoruðu báðir 15 stig fyrir Orlando.

LeBron James skoraði 27 stig fyrir Miami og Dwyane Wade var með 21 stig. Norris Cole skoraði síðan 11 stig en Chris Bosh lét sér nægja að skora 7 stig á 29 mínútum.

Meðal annarra úrslita í nótt má nefna að New York vann 88-82 sigur á New Jersey, Boston vann 81-73 sigur á Toronto og San Antonio vann 97-95 sigur á Houston.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×