Körfubolti

LeBron James er ekki lengur óvinsælasti leikmaðurinn í NBA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James.
LeBron James. Mynd/Nordic Photos/Getty
LeBron James varð að langóvinsælasta leikmanninum í NBA-deildinni í fyrra eftir að hann ákvað að yfirgefa Cleveland Cavaliers og semja við Miami Heat. Það var baulað á James við hvert tækifæri og hann þurfti að spila heilt tímabil með bandarísku þjóðina á bakinu.

Nú er öldin önnur því LeBron er kominn niður í annað sætið í nýjustu könnuninni um óvinsældir leikmanna í NBA-deildinni en það er Nielsen and E-Poll sem stendur fyrir þessari könnun.

Óvinsælasti leikmaður NBA-deildarinnar í dag er Kris Humphries, leikmaður New Jersey Nets, og fyrrum eiginmaður Kim Kardashian. Hjónband þeirra entist aðeins í 72 daga og kappinn er greinilega ekki alltof vinsæll hjá fjölmörgum aðdáendum Kim Kardashian.

Kris Humphries er þó ekki eins þekktur og góður leikmaður eins og flestir aðrir á þessum topp tíu lista. Humphries er 26 ára og 206 sm kraftframherji sem var með 10,0 stig og 10,4 fráköst að meðaltali með New Jersey Nets á síðustu leiktíð.

Óvinsælustu leikmenn NBA-deildarinnar:

1. Kris Humphries (50 prósent þola hann ekki)

2. LeBron James (48 prósent)

3. Kobe Bryant (45 prósent)

4. Tony Parker (37 prósent)

5. Metta World Peace (36 prósent)

6. Chris Bosh (34 prósent)

7. Carmelo Anthony (27 prósent)

8. Paul Pierce (25 prósent)

9. Dwyane Wade (23 prósent)

10. Lamar Odom (21 prósent)

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×