NBA-tímabilið af stað með fimm dúndurleikjum - hvað er í boði í dag? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. desember 2011 15:00 Dwyane Wade. Mynd/Nordic Photos/Getty NBA-deildin hefst aftur í dag og framundan eru fimm dúndurleikir þar af er einn þeirra sýndur á Stöð 2 Sport og annar á NBA TV á fjölvarpinu. Það er óhætt að segja að NBA-áhugamenn fái flotta leiki þegar NBA-tímabilið fer loksins af stað tæpum tveimur mánuðum of seint. „Við fáum nokkra magnaða leiki á jóladag og ég er mjög spenntur," sagði Magic Johnson á ESPN. „Ég er ánægður að við getum loksins farið að einbeita okkur á körfuboltanum, liðunum og öll stórstjörunum sem spila í þessari deild. Ég er tilbúinn og ég held að allir séu klárir í bátana, bæði leikmennirnir og stuðningsmennirnir," sagði Magic. Veislan byrjar á leik New York Knicks og Boston Celtics í Madison Square Garden sem hefst klukkan fimm að íslenskum tíma. Boston sópaði New York út úr úrslitakeppninni í vor en Knicks er búið að styrkja sig með miðherjanum Tyson Chandler sem varð meistari með Dallas á síðasta tímabili. Boston þarf hugsanlega að byrja tímabilið án Paul Pierce sem er meiddur á ökkla.Dirk Nowitzki.Mynd/Nordic Photos/GettyNæst á dagskrá er leikur NBA-meistara Dallas Mavericks og Miami Heat, liðsins sem þeir unnu í úrslitunum í sumar. Dwyane Wade, LeBron James og Chris Bosh eru mættir á ný og ættu að vera gíraðir upp í leikinn eftir að hafa þurft að horfa upp á Dallas hengja upp meistarafána sinn fyrir leikinn. NBA-spekingar búast ekki við því að Dallas verji titilinn. Þeir hafa bætt við sig Lamar Odom og Vince Carter en eru búnir að missa tvo lykilmenn í Tyson Chandler og J.J. Barea. Þessi leikur verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst klukkan hálf átta að íslenskum tíma. Þriðji leikur kvöldsins hefst klukkan tíu að íslenskum tíma og er á milli Los Angeles Lakers og Chicago Bulls. Derrick Rose, besti leikmaður síðasta tímabils mætir með lið sitt í Staples Center og hefur nú Richard Hamilton með sér í bakvarðarsveitinni. Lakers er með nýjan þjálfara í Mike Brown en þarf að byrja án miðherjans Andrew Bynum sem er í leikbanni. Þetta lítur ekki alltof vel út fyrir Lakers sem lét Lamar Odom fara, reyndi að skipta Pau Gasol og þá þarf Kobe Bryant að spila meiddur á hendi. Þetta verður líka fyrsti NBA-leikur Metta World Peace (Ron Artest) undir nýju nafni hvað sem það þýðir.Chris PaulMynd/Nordic Photos/GettyFjórði leikur dagsins er á milli Oklahoma City Thunder og Orlando Magic en hann hefst klukkan eitt að íslenskum tíma. Thunder-liðið er eitt af þeim liðum sem er spáð mjög góðu gengi í vetur með Kevin Durant í fararbroddi. Hjá Orlando hafa síðustu vikur snúist um það hvort Dwight Howard verði með liðinu eða ekki. Hann verður með í þessum leik og það fór illa fyrir Kendrick Perkins þegar hann reyndi síðast að stoppa Súpermann. Howard var þá með 28 stig og 13 fráköst en Perkins skoraði ekki einasta stig. Lokaleikurinn er síðan á milli Golden State Warriors og Los Angeels Clippers sem hefst ekki fyrr en klukkan hálf fjögur að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á NBATV. Þetta er fyrsti mótsleikur Clippers með Chris Paul en liðið byrjaði vel á undirbúningstímabilunu og vann þá nágranna sína í Los Angeles Lakers tvisvar sinnum. Það verður enginn svikinn af því að sjá Paul leggja upp þrumutroðslur fyrir þá Blake Griffin og DeAndre Jordan sem voru tveir af þremur aðal-troðurum deildarinnar á síðustu leiktíð. Þetta verður líka fyrsti leikur Golden State liðsins undir stjórn Mark Jackson sem ætlar að leggja höfuðáhersluna á varnarleikinn hjá liði sem hefur aðallega einbeitt sér að því að keyra upp hraðann í sínum leikjum síðustu tímabil. NBA-leikir dagsins (íslenskur tími)Tyson Chandler.Mynd/Nordic Photos/Getty17:00 New York Knicks-Boston Celtics 19:30 Dallas Mavericks-Miami Heat (Stöð 2 Sport) 22:00 Los Angeles Lakers-Chicago Bulls 01:00 Oklahoma City Thunder-Orlando Magic 03:30 Golden State Warriors-Los Angeles Clippers (NBATV) NBA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira
NBA-deildin hefst aftur í dag og framundan eru fimm dúndurleikir þar af er einn þeirra sýndur á Stöð 2 Sport og annar á NBA TV á fjölvarpinu. Það er óhætt að segja að NBA-áhugamenn fái flotta leiki þegar NBA-tímabilið fer loksins af stað tæpum tveimur mánuðum of seint. „Við fáum nokkra magnaða leiki á jóladag og ég er mjög spenntur," sagði Magic Johnson á ESPN. „Ég er ánægður að við getum loksins farið að einbeita okkur á körfuboltanum, liðunum og öll stórstjörunum sem spila í þessari deild. Ég er tilbúinn og ég held að allir séu klárir í bátana, bæði leikmennirnir og stuðningsmennirnir," sagði Magic. Veislan byrjar á leik New York Knicks og Boston Celtics í Madison Square Garden sem hefst klukkan fimm að íslenskum tíma. Boston sópaði New York út úr úrslitakeppninni í vor en Knicks er búið að styrkja sig með miðherjanum Tyson Chandler sem varð meistari með Dallas á síðasta tímabili. Boston þarf hugsanlega að byrja tímabilið án Paul Pierce sem er meiddur á ökkla.Dirk Nowitzki.Mynd/Nordic Photos/GettyNæst á dagskrá er leikur NBA-meistara Dallas Mavericks og Miami Heat, liðsins sem þeir unnu í úrslitunum í sumar. Dwyane Wade, LeBron James og Chris Bosh eru mættir á ný og ættu að vera gíraðir upp í leikinn eftir að hafa þurft að horfa upp á Dallas hengja upp meistarafána sinn fyrir leikinn. NBA-spekingar búast ekki við því að Dallas verji titilinn. Þeir hafa bætt við sig Lamar Odom og Vince Carter en eru búnir að missa tvo lykilmenn í Tyson Chandler og J.J. Barea. Þessi leikur verður í beinni á Stöð 2 Sport og hefst klukkan hálf átta að íslenskum tíma. Þriðji leikur kvöldsins hefst klukkan tíu að íslenskum tíma og er á milli Los Angeles Lakers og Chicago Bulls. Derrick Rose, besti leikmaður síðasta tímabils mætir með lið sitt í Staples Center og hefur nú Richard Hamilton með sér í bakvarðarsveitinni. Lakers er með nýjan þjálfara í Mike Brown en þarf að byrja án miðherjans Andrew Bynum sem er í leikbanni. Þetta lítur ekki alltof vel út fyrir Lakers sem lét Lamar Odom fara, reyndi að skipta Pau Gasol og þá þarf Kobe Bryant að spila meiddur á hendi. Þetta verður líka fyrsti NBA-leikur Metta World Peace (Ron Artest) undir nýju nafni hvað sem það þýðir.Chris PaulMynd/Nordic Photos/GettyFjórði leikur dagsins er á milli Oklahoma City Thunder og Orlando Magic en hann hefst klukkan eitt að íslenskum tíma. Thunder-liðið er eitt af þeim liðum sem er spáð mjög góðu gengi í vetur með Kevin Durant í fararbroddi. Hjá Orlando hafa síðustu vikur snúist um það hvort Dwight Howard verði með liðinu eða ekki. Hann verður með í þessum leik og það fór illa fyrir Kendrick Perkins þegar hann reyndi síðast að stoppa Súpermann. Howard var þá með 28 stig og 13 fráköst en Perkins skoraði ekki einasta stig. Lokaleikurinn er síðan á milli Golden State Warriors og Los Angeels Clippers sem hefst ekki fyrr en klukkan hálf fjögur að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á NBATV. Þetta er fyrsti mótsleikur Clippers með Chris Paul en liðið byrjaði vel á undirbúningstímabilunu og vann þá nágranna sína í Los Angeles Lakers tvisvar sinnum. Það verður enginn svikinn af því að sjá Paul leggja upp þrumutroðslur fyrir þá Blake Griffin og DeAndre Jordan sem voru tveir af þremur aðal-troðurum deildarinnar á síðustu leiktíð. Þetta verður líka fyrsti leikur Golden State liðsins undir stjórn Mark Jackson sem ætlar að leggja höfuðáhersluna á varnarleikinn hjá liði sem hefur aðallega einbeitt sér að því að keyra upp hraðann í sínum leikjum síðustu tímabil. NBA-leikir dagsins (íslenskur tími)Tyson Chandler.Mynd/Nordic Photos/Getty17:00 New York Knicks-Boston Celtics 19:30 Dallas Mavericks-Miami Heat (Stöð 2 Sport) 22:00 Los Angeles Lakers-Chicago Bulls 01:00 Oklahoma City Thunder-Orlando Magic 03:30 Golden State Warriors-Los Angeles Clippers (NBATV)
NBA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira