Körfubolti

NBA-deildin: Mikil aukning á sjónvarpsáhorfi

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Chris Paul og Chauncey Billups eru báðir komnir til LA Clippers. hér eru þeir með þjálfaranum Vinny Del Negro.
Chris Paul og Chauncey Billups eru báðir komnir til LA Clippers. hér eru þeir með þjálfaranum Vinny Del Negro. Nordic Photos / Getty Images
NBA-deildin í körfubolta fór vel af stað í Bandaríkjunum um jólin og sjónvarpsáhorf á opnunarleikina á jóladag var mun meira en á sama tíma fyrir ári síðan. Alls voru fimm leikir sýndir á jóladag á bandarískjum sjónvarpsstöðvum. Um 6,2 milljónir sáu þá leiki en fyrir ári síðan var þessi tala 6 milljónir.

Leikur Chicago Bulls og LA Lakers er í þriðja sæti yfir mesta áhorf allra tíma á deildarleik á ABC sjónvarpsstöðinni. Leikur Miami Heat gegn Lakers á síðasta tímabili og viðureign sömu liða árið 2004 eru þar fyrir ofan.

LA Clippers virðist ætla að vera vinsælt í vetur, enda nýbúið að fá stórstjörnuna Chris Paul til liðsins. Leikur LA Clippers gegn Golden State Warriors var með 69% meira áhorf en leikur Portland gegn Golden State fyrir ári síðan.

Kapalsjónvarpsstöðvar eru einnig sáttar með áhorfið á NBA. Leikur Boston Celtics gegn New York Knicks fékk 48% meira áhorf en leikur sömu liða á sama tíma fyrir ári.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×