NBA í nótt: Wade tryggði Miami nauman sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. desember 2011 09:00 Dwyane Wade var hetja Miami í nótt. Nordic Photos / Getty Images Miami Heat er enn ósigrað í NBA-deildinni í körfubolta eftir nauman sigur á Charlotte Bobcats í nótt, 96-95, þar sem Dwyane Wade skoraði sigurkörfuna þegar 2,9 sekúndur voru til leiksloka. Miami hafði byrjað leikinn illa og Charlotte leiddi í hálfleik með 60 stigum gegn 45. Miami náði þó að skora 24 stig gegn tíu í þriðja leikhluta og tryggja sér sigurinn eftir spennandi lokakafla. Wade fékk boltann í lokasókn Miami, keyrði inn í teig og náði að setja boltann í spjaldið og niður. Charlotte fékk þó tvö skotfæri í lokasókninni en bæði geiguðu - fyrst hjá DJ Augustin og svo DJ White. En litlu mátti muna, sérstaklega í seinna skotinu sem rúllaði af hringnum. Eftir að Wade setti niður skotið sneri hann sér að Cam Newton, leikstjórnanda Carolina Panthers í NFL-deildinni, og lék eftir Superman-fagnið hans þar sem hann þóttist rífa treyjuna sína af sér. LeBron James skoraði 35 stig fyrir Miami og Chris Bosh 25. Gerald Henderson skoraði 21 stig fyrir Charlotte og Augustin 20. Boris Diaw átti frábæran leik og skoraði sextán stig, tók sextán fráköst og gaf átta stoðsendingar. Golden State Warriors heldur áfram að gera það gott en í nótt vann liðið New York Knicks, 92-78. Varamaðurinn Brandon Rush kom sterkur inn af bekknum og skoraði nítján stig fyrir Golden State. Það gengur hins vegar ekkert hjá Boston sem hefur nú tapað fyrstu þremur leikjum tímabilsins - nú fyrir New Orleans. Jarrett Jack lék sinn fyrsta leik á tímabilinu og skoraði 21 stig og var með níu stoðsendingar. Þá vann San Antonio sigur á LA Clippers, 115-90. Chris Paul náði sér ekki á strik í leiknum og nýtti aðeins þrjú af tíu skotum sínum. Hann skoraði tíu stig alls í leiknum. Úrslit næturinnar: Toronto - Indiana 85-90 Charlotte - Miami 95-96 Washington - Atlanta 83-101 Detroit - Cleveland 89-105 Boston - New Orleans 78-97 Memphis - Oklahoma City 95-98 L.A. Clippers - San Antonio 90-115 Utah - Denver 100-117 Phoenix - Philadelphia 83-103 New York - Golden State 78-92 NBA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Miami Heat er enn ósigrað í NBA-deildinni í körfubolta eftir nauman sigur á Charlotte Bobcats í nótt, 96-95, þar sem Dwyane Wade skoraði sigurkörfuna þegar 2,9 sekúndur voru til leiksloka. Miami hafði byrjað leikinn illa og Charlotte leiddi í hálfleik með 60 stigum gegn 45. Miami náði þó að skora 24 stig gegn tíu í þriðja leikhluta og tryggja sér sigurinn eftir spennandi lokakafla. Wade fékk boltann í lokasókn Miami, keyrði inn í teig og náði að setja boltann í spjaldið og niður. Charlotte fékk þó tvö skotfæri í lokasókninni en bæði geiguðu - fyrst hjá DJ Augustin og svo DJ White. En litlu mátti muna, sérstaklega í seinna skotinu sem rúllaði af hringnum. Eftir að Wade setti niður skotið sneri hann sér að Cam Newton, leikstjórnanda Carolina Panthers í NFL-deildinni, og lék eftir Superman-fagnið hans þar sem hann þóttist rífa treyjuna sína af sér. LeBron James skoraði 35 stig fyrir Miami og Chris Bosh 25. Gerald Henderson skoraði 21 stig fyrir Charlotte og Augustin 20. Boris Diaw átti frábæran leik og skoraði sextán stig, tók sextán fráköst og gaf átta stoðsendingar. Golden State Warriors heldur áfram að gera það gott en í nótt vann liðið New York Knicks, 92-78. Varamaðurinn Brandon Rush kom sterkur inn af bekknum og skoraði nítján stig fyrir Golden State. Það gengur hins vegar ekkert hjá Boston sem hefur nú tapað fyrstu þremur leikjum tímabilsins - nú fyrir New Orleans. Jarrett Jack lék sinn fyrsta leik á tímabilinu og skoraði 21 stig og var með níu stoðsendingar. Þá vann San Antonio sigur á LA Clippers, 115-90. Chris Paul náði sér ekki á strik í leiknum og nýtti aðeins þrjú af tíu skotum sínum. Hann skoraði tíu stig alls í leiknum. Úrslit næturinnar: Toronto - Indiana 85-90 Charlotte - Miami 95-96 Washington - Atlanta 83-101 Detroit - Cleveland 89-105 Boston - New Orleans 78-97 Memphis - Oklahoma City 95-98 L.A. Clippers - San Antonio 90-115 Utah - Denver 100-117 Phoenix - Philadelphia 83-103 New York - Golden State 78-92
NBA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira