Nýtt Kobe-Shaq mál að gerjast í Oklahoma City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. desember 2011 15:30 Russell Westbrook og Kevin Durant. Mynd/Nordic Photos/Getty Það ætlaði allt að sjóða upp úr á milli tveggja stjörnuleikmanna Oklahoma City Thunder í leik liðanna í nótt og NBA-spekingar eru farnir að velta því fyrir sér hvort framtíð þeirra Russell Westbrook og Kevin Durant saman sé í uppnámi. Deilur liðsfélaganna fara fljótlega að minna á stirt samband milli Kobe Bryant og Shaquille O´Neal hjá Los Angeles Lakers fyrir nokkrum árum. Russell Westbrook og Kevin Durant eru þrátt fyrir ungan aldur komnir í hóp stjörnuleikmanna NBA-deildarinnar og lið þeirra Oklahoma City Thunder þykir líklegt til afreka á þessu tímabili nema ef kapparnir hætta að gera spilað saman. Það þurfti nefnilega að skilja þá Westbrook og Durant að í miðjum leik Oklahoma City í nótt en liðið vann þá 98-95 sigur á Memphis Grizzlies. Sökin virðist liggja einu sinni sem oftar hjá Westbrook sem var óhemju pirraður í nótt og klikkaði meðal annars á öllum þrettán skotum sínum í leiknum. Þetta byrjaði allt í öðrum leikhlutanum þegar Westbrook öskraði á liðsfélaga sinn Thabo Sefolosha eftir að Sefolosha hætti við að skjóta þriggja stiga skoti. Kevin Durant og Kendrick Perkins reyndu báðir að róa Westbrook strax á eftir og í næsta leikhléi hélt Durant áfram að tala við Westbrook. Það endaði allt með því að þeir voru farnir að öskra á hvorn annan og það þurfti að lokum að skilja þá að. „Við erum stundum ósammála og ég hef sagt það áður. Ég styð 110 prósent við bakið á honum og hann styður 110 prósent við bakið á mér. Það sást þegar við fórum aftur inn á völlinn og kláruðum leikinn," sagði Kevin Durant sem skoraði 32 stig í leiknum en Westbrook vildi hinsvegar ekki tala við fjölmiðla eftir leikinn. NBA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira
Það ætlaði allt að sjóða upp úr á milli tveggja stjörnuleikmanna Oklahoma City Thunder í leik liðanna í nótt og NBA-spekingar eru farnir að velta því fyrir sér hvort framtíð þeirra Russell Westbrook og Kevin Durant saman sé í uppnámi. Deilur liðsfélaganna fara fljótlega að minna á stirt samband milli Kobe Bryant og Shaquille O´Neal hjá Los Angeles Lakers fyrir nokkrum árum. Russell Westbrook og Kevin Durant eru þrátt fyrir ungan aldur komnir í hóp stjörnuleikmanna NBA-deildarinnar og lið þeirra Oklahoma City Thunder þykir líklegt til afreka á þessu tímabili nema ef kapparnir hætta að gera spilað saman. Það þurfti nefnilega að skilja þá Westbrook og Durant að í miðjum leik Oklahoma City í nótt en liðið vann þá 98-95 sigur á Memphis Grizzlies. Sökin virðist liggja einu sinni sem oftar hjá Westbrook sem var óhemju pirraður í nótt og klikkaði meðal annars á öllum þrettán skotum sínum í leiknum. Þetta byrjaði allt í öðrum leikhlutanum þegar Westbrook öskraði á liðsfélaga sinn Thabo Sefolosha eftir að Sefolosha hætti við að skjóta þriggja stiga skoti. Kevin Durant og Kendrick Perkins reyndu báðir að róa Westbrook strax á eftir og í næsta leikhléi hélt Durant áfram að tala við Westbrook. Það endaði allt með því að þeir voru farnir að öskra á hvorn annan og það þurfti að lokum að skilja þá að. „Við erum stundum ósammála og ég hef sagt það áður. Ég styð 110 prósent við bakið á honum og hann styður 110 prósent við bakið á mér. Það sást þegar við fórum aftur inn á völlinn og kláruðum leikinn," sagði Kevin Durant sem skoraði 32 stig í leiknum en Westbrook vildi hinsvegar ekki tala við fjölmiðla eftir leikinn.
NBA Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Heldur spennan áfram í Smáranum? „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Sjá meira