Ísland og ESB Magnús Halldórsson skrifar 10. desember 2011 10:00 „Nú er að duga eða drepast fyrir Evrópusambandið" sagði Stephanie Flanders, ritstjóri efnahagsmála hjá breska ríkisútvarpinu BBC, í pistli í vikunni. Ástæðan var fundur leiðtoga ESB sem fór fram í Brussell á fimmtudag og í gær. Stóra niðurstaða fundarins er sú að samstarf ESB-ríkja er gjörbreytt frá því sem áður var. Bretland stendur fyrir utan samkomulag 26 þjóða af 27, þar sem David Cameron forsætisráðherra og hans stjórn, taldi samkomulagið ganga of nærri sjálfstæði við stjórnun efnahagsmála á heimavelli. Líklegt má telja að Cameron verði minnst fyrir þessa framgöngu, ef marka má fyrstu viðbrögð breskra fjölmiðla. Hvernig sem á það er litið þá er þetta hugrökk afstaða og hún skerpir enn frekar á stöðu Bretlands utan evrusvæðisins. Bretland er lengra frá Evrópu í efnahagslegum skilningi enn áður.Refsiaðgerðir Eitt af því sem samþykkt var, eru sjálfvirkar refsingar fyrir þjóðir sem eru með fjárlagahalla sem nemur yfir 3% af landsframleiðslu. Þær aðgerðir eru ekki nákvæmlega útfærðar, en eru sagðar felast í því að framkvæmdastjórn ESB geti skipt sér beint af því hvernig peningum ríkja verður varið ef ríkisfjármál eru í ólestri. Hin úrræðin sem samþykkt voru miða að því að skapa stöðugleika á Evrópusambandssvæðinu, með einum eða öðrum hætti, og bregðast við skuldavanda og endurfjármögnunarvandræðum á mörkuðum. Meðal annars var samþykkt, samkvæmt frásögn BBC, að aðildarríki Evrópusambandsins útveguðu Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) 200 milljarða evra sem hann á að nýta til þess að bregðast við vandamálum þjóðríkja ESB. Þetta er enn ein traustyfirlýsingin sem AGS hefur fengið í þeim hamförum sem ríkt hafa á fjármálmörkuðum í næstum fjögur ár, eða frá því að endurfjármögnunarmarkaðir hófu að sýna merki um óskilvirkni á sumarmánuðum 2007. Frá þeim tíma hefur AGS breyst úr sjóði sem var handrukkari kröfuhafa gjaldþrota ríkja – eða svo gott sem – í sjóð sem nýtur trausts stórra sem smárra ríkja við að leysa úr risavöxnum vandamálum. Ástæðan er m.a. annars sú, að æðstu stjórnendur sjóðsins greindu stöðuna rétt fyrir hamfararnir 2007 og 2008 og höfðu lengi barist fyrir því að gripið yrði til aðgerða til þess að afstýra hörmungum. Simon Johnson, fyrrverandi aðalhagfræðingur sjóðsins, og Dominique Strauss-Kahn, voru fremstir í flokki í þeim efnum. Það má samt ekki gleyma einu: Engin vandamál hafa í reynd verið leyst. Ítalía skuldar jafn mikið í dag og í gær, og það sama á við um Spán, Portúgal, Grikkland, Írland, Frakkland og Belgíu. Vandamálin eru þríþætt: Of miklar skuldir, slæm skilyrði til endurfjármögnunar og veikburða fjármálastofnanir. Yfirlýsing frá Seðlabanka Evrópu frá því í gær, um að hann ætli sér ekki að leysa skuldavanda ríkja með fjárframlögum, þykir fyrst og fremst vera til marks um eitt: Þjóðríkin verða að taka til í sínum málum áður en nokkuð annað verður að gert. En þrátt fyrir þetta, eru seðlabankar Bandaríkjanna, Evrópu, Japans, Sviss, Bretlands og Kanada búnir að lýsa því yfir, að þeir muni sjá til þess að lausafjárkreppa komi ekki upp.Pólitísk óvissa Mesta áskorunin er á borði stjórnmálamanna. Geta þeir séð til þess að lausnir finnist á þeim risavöxnu vandamálum sem blasa við öllum? Geta þeir ráðist í nær fordæmalausar aðgerðir þegar kemur að niðurskurði og breytingum á innviðum samfélaganna? Það er alls óvíst. Því miður. Pólitíski þátturinn er því fjórða stóra vandamálið sem við er að eiga. Sé mið tekið af stöðu mála í Evrópu undanfarið er fremur ólíklegt að þetta takist, nema með miklum breytingum á stjórnarháttum. Á síðustu þremur mánuðum hefur verið skipt um ríkisstjórnir í Grikklandi, Ítalíu og Spáni. Engin vandamál hafa þó verið leyst, og markaðir – sem meðal annars ráða endurfjármögnunarkostnaði ríkja sem skiptir sköpum fyrir skuldum vafin ríki – hafa ekki gefið til kynna að pólitísku breytingarnar hafi skilað árangri.Ísland við samningaborðið Umsókn Íslands um aðild að ESB verður að skoðast í þessu ljósi. Það er stórmerkileg og söguleg staða, að Ísland skuli eiga í samningaviðræðum við ESB á þessum tímamótum. ESB er búið að breyta regluverki sínu í vegamiklum atriðum þegar kemur að efnahagsmálum og rekstri sameiginlegra sjóða ríkja sambandsins, frá því að Alþingi samþykkti að sækja um aðild. Stefán Haukur Jóhannesson, formaður íslensku samninganefndarinnar, hlýtur að upplýsa íslensk stjórnvöld um hvaða áhrif samninganefndin telji að þessar breytingar á samstarfi ríkja ESB hafi á aðildarferlið. Það verður að gerast fyrir opnum tjöldum. Annað væri óeðlilegt. Þetta verður að upphefja úr skotgröfum andstæðinga ESB og stuðningsmanna aðildar. Hvað þýðir þetta fyrir hagsmuni Íslands? Þessu þarf að svara með góðum og efnislegum rökum, með og á móti. Síðan er hægt að meta hvernig samband Íslands og Evrópu lítur út á efnahagslegum og pólitískum grunni, með þessar greiningar á borðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
„Nú er að duga eða drepast fyrir Evrópusambandið" sagði Stephanie Flanders, ritstjóri efnahagsmála hjá breska ríkisútvarpinu BBC, í pistli í vikunni. Ástæðan var fundur leiðtoga ESB sem fór fram í Brussell á fimmtudag og í gær. Stóra niðurstaða fundarins er sú að samstarf ESB-ríkja er gjörbreytt frá því sem áður var. Bretland stendur fyrir utan samkomulag 26 þjóða af 27, þar sem David Cameron forsætisráðherra og hans stjórn, taldi samkomulagið ganga of nærri sjálfstæði við stjórnun efnahagsmála á heimavelli. Líklegt má telja að Cameron verði minnst fyrir þessa framgöngu, ef marka má fyrstu viðbrögð breskra fjölmiðla. Hvernig sem á það er litið þá er þetta hugrökk afstaða og hún skerpir enn frekar á stöðu Bretlands utan evrusvæðisins. Bretland er lengra frá Evrópu í efnahagslegum skilningi enn áður.Refsiaðgerðir Eitt af því sem samþykkt var, eru sjálfvirkar refsingar fyrir þjóðir sem eru með fjárlagahalla sem nemur yfir 3% af landsframleiðslu. Þær aðgerðir eru ekki nákvæmlega útfærðar, en eru sagðar felast í því að framkvæmdastjórn ESB geti skipt sér beint af því hvernig peningum ríkja verður varið ef ríkisfjármál eru í ólestri. Hin úrræðin sem samþykkt voru miða að því að skapa stöðugleika á Evrópusambandssvæðinu, með einum eða öðrum hætti, og bregðast við skuldavanda og endurfjármögnunarvandræðum á mörkuðum. Meðal annars var samþykkt, samkvæmt frásögn BBC, að aðildarríki Evrópusambandsins útveguðu Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) 200 milljarða evra sem hann á að nýta til þess að bregðast við vandamálum þjóðríkja ESB. Þetta er enn ein traustyfirlýsingin sem AGS hefur fengið í þeim hamförum sem ríkt hafa á fjármálmörkuðum í næstum fjögur ár, eða frá því að endurfjármögnunarmarkaðir hófu að sýna merki um óskilvirkni á sumarmánuðum 2007. Frá þeim tíma hefur AGS breyst úr sjóði sem var handrukkari kröfuhafa gjaldþrota ríkja – eða svo gott sem – í sjóð sem nýtur trausts stórra sem smárra ríkja við að leysa úr risavöxnum vandamálum. Ástæðan er m.a. annars sú, að æðstu stjórnendur sjóðsins greindu stöðuna rétt fyrir hamfararnir 2007 og 2008 og höfðu lengi barist fyrir því að gripið yrði til aðgerða til þess að afstýra hörmungum. Simon Johnson, fyrrverandi aðalhagfræðingur sjóðsins, og Dominique Strauss-Kahn, voru fremstir í flokki í þeim efnum. Það má samt ekki gleyma einu: Engin vandamál hafa í reynd verið leyst. Ítalía skuldar jafn mikið í dag og í gær, og það sama á við um Spán, Portúgal, Grikkland, Írland, Frakkland og Belgíu. Vandamálin eru þríþætt: Of miklar skuldir, slæm skilyrði til endurfjármögnunar og veikburða fjármálastofnanir. Yfirlýsing frá Seðlabanka Evrópu frá því í gær, um að hann ætli sér ekki að leysa skuldavanda ríkja með fjárframlögum, þykir fyrst og fremst vera til marks um eitt: Þjóðríkin verða að taka til í sínum málum áður en nokkuð annað verður að gert. En þrátt fyrir þetta, eru seðlabankar Bandaríkjanna, Evrópu, Japans, Sviss, Bretlands og Kanada búnir að lýsa því yfir, að þeir muni sjá til þess að lausafjárkreppa komi ekki upp.Pólitísk óvissa Mesta áskorunin er á borði stjórnmálamanna. Geta þeir séð til þess að lausnir finnist á þeim risavöxnu vandamálum sem blasa við öllum? Geta þeir ráðist í nær fordæmalausar aðgerðir þegar kemur að niðurskurði og breytingum á innviðum samfélaganna? Það er alls óvíst. Því miður. Pólitíski þátturinn er því fjórða stóra vandamálið sem við er að eiga. Sé mið tekið af stöðu mála í Evrópu undanfarið er fremur ólíklegt að þetta takist, nema með miklum breytingum á stjórnarháttum. Á síðustu þremur mánuðum hefur verið skipt um ríkisstjórnir í Grikklandi, Ítalíu og Spáni. Engin vandamál hafa þó verið leyst, og markaðir – sem meðal annars ráða endurfjármögnunarkostnaði ríkja sem skiptir sköpum fyrir skuldum vafin ríki – hafa ekki gefið til kynna að pólitísku breytingarnar hafi skilað árangri.Ísland við samningaborðið Umsókn Íslands um aðild að ESB verður að skoðast í þessu ljósi. Það er stórmerkileg og söguleg staða, að Ísland skuli eiga í samningaviðræðum við ESB á þessum tímamótum. ESB er búið að breyta regluverki sínu í vegamiklum atriðum þegar kemur að efnahagsmálum og rekstri sameiginlegra sjóða ríkja sambandsins, frá því að Alþingi samþykkti að sækja um aðild. Stefán Haukur Jóhannesson, formaður íslensku samninganefndarinnar, hlýtur að upplýsa íslensk stjórnvöld um hvaða áhrif samninganefndin telji að þessar breytingar á samstarfi ríkja ESB hafi á aðildarferlið. Það verður að gerast fyrir opnum tjöldum. Annað væri óeðlilegt. Þetta verður að upphefja úr skotgröfum andstæðinga ESB og stuðningsmanna aðildar. Hvað þýðir þetta fyrir hagsmuni Íslands? Þessu þarf að svara með góðum og efnislegum rökum, með og á móti. Síðan er hægt að meta hvernig samband Íslands og Evrópu lítur út á efnahagslegum og pólitískum grunni, með þessar greiningar á borðinu.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun