Körfubolti

Paul gæti enn farið til Clippers - Billups kominn

Chris Paul.
Chris Paul.
Hringavitleysan í kringum Chris Paul heldur áfram. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að viðræður við LA Clippers sigldu í strand hófust viðræður á nýjan leik og því er enn möguleika á að Paul spili með Blake Griffin.

NBA-deildin hefur þess utan tekið fulla stjórn í samningamálum Paul og framkvæmdastjóra New Orleans Hornets hefur verið hent út í horn.

Eins og staðan er nákvæmlega núna eru því mestar líkur á því að Paul fari til Clippers en það virðist vera vilja David Stern og félaga hjá NBA-deildinni en mörgum finnst að deildin hafi komið fáranlega fram í málum Paul. Hringavitleysa og bull sem hjálpi ekki til við að laga ímynd deildar sem var að koma úr verkbanni.

Clippers er þess utan búið að landa sterkum manni í Chauncey Billups og mun aðeins borga hluta af launum hans en Knicks þarf áfram að borga meirihluta launa hans á þessu tímabili.

Margt skrýtið í NBA-kýrhausnum þessa dagana.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×