Körfubolti

Eigandi Nets vill verða forseti Rússlands

Prokhorov á körfuboltaleik ásamt vini sínum Roman Abramovich sem á Chelsea.
Prokhorov á körfuboltaleik ásamt vini sínum Roman Abramovich sem á Chelsea.
Milljarðamæringuinn Mikhail Prokhorov, eigandi New Jersey Nets, stendur í ströngu þessa dagana. Hann er að reyna að búa til stórlið í NBA-deildinni og hefur einnig ákveðið að bjóða sig fram til forseta í Rússlandi gegn Vladimir Pútin.

Það sem meira er þá vill Prokhorov kaupa risafjölmiðlafyrirtæki af Alisher Usmanov, aðaleiganda Arsenal. Það ku þykja gott að hafa fjölmiðla í sínu horni þegar kemur að kosningum.

Nets er eins og kunnugt er að reyna að landa Dwight Howard til félagsins og er verið að setja upp pakka þar sem fjögur félög taka þátt. Hvort það takist hjá Prokhorov kemur í ljós síðar.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×