Körfubolti

Chris Paul er orðinn leikmaður Los Angeles Clippers

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Chris Paul
Chris Paul Mynd/AP
Yfirmenn NBA-deildarinnar hafa samþykkt að láta Chris Paul fara frá New Orleans Hornets til Los Angeles Clippers í skiptum fyrir þrjá leikmenn og valrétt í nýliðavalinu 2012.

Chris Paul var á dögunum næstum því farinn til Los Angeles Lakers í skiptum Hornets, Lakers og Houston Rockets en NBA-deildin gaf ekki leyfi fyrir þeim skiptum.

New Orleans Hornets er eins og er í eigu NBA-deildarinnar sem hefur flækt málið nokkuð en samingur Chris Paul rennur út næsta sumar og hann vildi ekki gera nýjan samning við New Orleans liðið.

NBA-deildin þótti New Orleans Hornets hinsvegar fá nóg frá Clippers fyrir Paul. Bakvörðurinn Eric Gordon, miðherjinn Chris Kaman og framherjinn Al-Farouq Aminu eru á leiðinni til Hornets auk valréttar Minnesota Timberwolves í fyrstu umferð nýliðavalsins á næsta ári sem er valréttur sem Clippers-liðið átti.

Chris Paul er einn besti leikstjórnandinn í NBA-deildinni en hann var með 15,8 stig og 9.8 stoðsendingar að meðaltali með New Orleans Hornets á síðasta tímabili.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×