Körfubolti

Dirk Nowitzki sló við Vettel - valinn íþróttamaður Þýskalands 2011

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nowitzki
Nowitzki Mynd/AP
Dirk Nowitzki átti frábært ár í NBA-deildinni þegar hann fór fyrir liði Dallas Mavericks sem varð NBA-meistari í fyrsta sinn. Þýskir íþróttafréttamenn völdu hann líka íþróttamann ársins þar sem hann hafði betur en Sebastien Vettel, Heimsmeistari í formúlu eitt. Magdalena Neuner, sem keppir í skíðaskotfimi, var valin Íþróttakona ársins.

Dirk Nowitzki er fyrsti körfuboltamaðurinn sem hlýtur þessi verðlaun en hann var með 27,7 stig og 8,1 frákast að meðaltali í úrslitakeppninni þar sem að hann hitti meðal annars úr 94 prósent víta sinna.

Sebastian Vettel, sem varði heimsmeistaratitil sinn í formúlunni, varð í öðru sæti í kjörinu en hann hlaut þessi verðlaun í fyrra. Borðtennismaðurinn Timo Boll varð í þriðja sæti en hann varð Evrópumeistari á árinu.

Enginn knattspyrnumaður komst inn á topp tíu að þessu sinni en lið ársins var valið Borussia Dortmund sem vann þýska meistaratitilinn í ár.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×