Körfubolti

Lakers að spila fyrstu þrjú kvöldin á nýju NBA-tímabili

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant.
Kobe Bryant. Mynd/AP
Það verður nóg að gera hjá NBA-liðunum þegar nýtt tímabil fer af stað á jóladag. Það þarf að koma 66 leikjum fyrir á aðeins fjórum mánuðum og fyrsta liðið sem fær að kynnast þéttri dagskrá verður lið Los Angeles Lakers.

Los Angeles Lakers liðið á nefnilega leik fyrstu þrjú kvöldin á nýju NBA-tímabili. Lakers mætir Chicago Bulls á heimavelli á jóladag, heimsækir Sacramento á annan í jólum og tekur síðan á móti Utah á þriðja degi jóla. Það reynir því á Kobe Bryant og félaga í byrjun.

Atlanta Hawks spilar ekki sinn fyrsta leik fyrr en á þriðja degi jóla, 27.desember, en þá taka við níu leikir á aðeins tólf dögum.  Annað lið sem spilar mjög marga leiki á stuttum tíma er lið Toronto. Toronto spilar 19 leiki á 31 degi í janúar þar á meðal fimm leikir á sex dögum frá 9. til 14. janúar.

Öll liðin mætast ekki tvisvar sinnum á þessu tímabili því liðið spila 48 leiki innan sinnar deildar og aðeins 18 leiki utan þeirra. Meðal liða úr Austur- og Vesturdeildinni sem mætast tvisvar eru Los Angeles Lakers og Boston Celtics, Dallas Mavericks og Miami Heat og svo lið Miami Heat og Los Angeles Lakers.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×