Körfubolti

Hart í ári hjá Dr. J - selur meistarahringana sína

Það eru erfiðir tímar hjá NBA-goðsögninni Julius Erving. Þess hefur verið krafist að hann greiði 30 milljónir króna vegna golfvallarframkvæmda sem fóru í vaskinn.

Erving hafði skuldbundið sig til þess að setja peninga í verkefnið en þegar kom til kastanna átti hann ekki peninginn sem hann hafði lofað í verkefnið.

Erving, eða Dr. J eins og hann er alltaf kallaður, er augljóslega illa staddur fjárhagslega því hann hefur ákveðið að selja mest allt úr minningarsafni sínu til þess að geta borgað skuldirnar.

Þar erum við að tala um meistarahringi, bikar fyrir að vera valinn bestur í NBA-deildinni og búningar meðal annars. Afar sorglegt mál.

Hér að ofan má sjá frægt myndbrot með Dr. J er hann tekur hina frægu hreyfingu "up and under" á nýtt plan í leik gegn LA Lakers. Þess má síðan geta að þessi hreyfing er í sérstöku uppáhaldi hjá Ágústi Björgvinssyni, þjálfara Valsliðanna.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×