Körfubolti

Chris Paul var kominn til Lakers en David Stern sagði nei

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Chris Paul.
Chris Paul. Mynd/Nordic Photos/Getty
NBA-deildin stoppaði stór skipti í nótt en þá leit allt út fyrir það að leikstjórnandinn Chris Paul myndi spila við hlið Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers í vetur. Bandarískir fjölmiðlar segja að aðrir eigendur deildarinnar hafi kvartað og því hafi David Stern, yfirmaður NBA, ákveðið að leyfa ekki skiptin.

NBA-deildin á New Orleans Hornets liðið og er að leita að nýjum eigendum og það hefur verið barátta fyrir því meðal eigendanna að koma veg fyrir að stærstu stjörnurnar safnist fyrir á stærstu markaðssvæðunum. Það hefði einmitt gerst ef Paul hefði endað í Los Angeles en New Orleans Hornets liðið er frá einu af "litlu" markaðssvæðunum í NBA.

Þrjú lið voru búin að ná saman eftir flóknar samningaviðræður. Chris Paul átti að fara til Lakers-liðsins, Lamar Odom hefði endaði í New Orleans og Pau Gasol átti að fara til Houston Rockets.

Chris Paul verður því að mæta á sína fyrstu æfingu hjá New Orleans Hornets í dag en Paul er að mörgum talinn vera einn besti leikstjórnandinn í deildinni. Paul hefur þegar gefið það út að hann ætli ekki að framlengja samning sinn við Hornets-liðið þegar hann rennur út í sumar.

Lamar Odom var búinn að væla yfir því í útvarpsviðtali að hann væri að fara frá Los Angeles og einu viðbrögð Chris Paul á twitter-síðu sinni voru: “WoW.” Báðir leikmennirnir verða því í sérstakri stöðu þegar þeir hitt liðsfélaga sína seinna í dag.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×