Körfubolti

NBA-liðin munu öll spila einu sinni þrjú kvöld í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það mun vera mikið álag á Dwyane Wade og öðrum leikmönnum NBA-deildarinnar.
Það mun vera mikið álag á Dwyane Wade og öðrum leikmönnum NBA-deildarinnar. Mynd/AP
Það verður mikið leikjaálag á NBA-liðunum á nýja tímabilinu sem hefst væntanlega 9. desember næstkomandi en nú er farið að leka út hvernig tímabilið verður sett upp. Forráðamenn NBA-deildarinnar þurfa að koma fyrir 66 leikjum á tæpum fimm mánuðum.

Deildarkeppnin, sem á að hefjast á jóladag, mun ekki enda fyrr en 26. apríl eða átta dögum síðar en deildarkeppnin átti að enda samkvæmt upphaflega planinu. Tímabilið byrjar 55 dögum of seint.

Liðin munu ekki heimsækja öll íþróttahúsin eins og venjan er. NBA-liðin spila 48 leiki innan sinnar deildar (Vestur/Austur) og 18 leiki utan deildarinnar.

Ekkert lið mun spila oftar en þrisvar sinnum á þremur kvöldum í röð en öll liðin munu lenda í þeirri aðstöðu að minnsta kosti einu sinni. Það er ljóst að það mun örugglega koma mikið niður á gæðum leikjanna þegar leikmenn eru að fara að spila þriðja kvöldið í röð.

Úrslitakeppnin endar síðan ekki fyrr en 26. júní fari úrslitaeinvígið alla leið í oddaleik en það er um tveimur vikum síðar en vanalegt er. Nokkrir leikir í annarri umferð úrslitakeppninnar munu fara fram tvö kvöld í röð til að þétta úrslitakeppnina.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×