Leitin að stórlaxinum - Bók og DVD Karl Lúðvíksson skrifar 11. nóvember 2011 11:53 Út er kominn pakki um stórlaxaveiðar á Íslandi sem inniheldur bæði bók og kvikmynd! Betra verður það einfaldlega ekki! Þessi magnaði veiðipakki er eftir bræðurnar Gunnar og Ásmund Helgasyni og ber heitið Leitin að stórlaxinum. Nú þegar er hafin forsala á www.veidiflugur.is en pakkinn fer í almenna dreifingu 21. nóvember næstkomandi. Í bókinni velja 10 valinkunnir stórlaxaveiðimenn 10 uppáhalds flugurnar sínar. Útkoman er ótrúlega fjölbreytt og fróðlegt úrval af stórlaxaflugum. Einn þessara manna er Þórður Pétursson, höfundur Laxá blá, sem sýnir hér bestu flugurnar sínar í fyrsta sinn á prenti. Einnig er í bókinni bráðskemmtileg frásögn bræðranna Ásmundar og Gunnars af veiði sumrinu og þá aðallega hvernig veiðin hjá þeim gekk. Auk þess segja þeir líka frá því hvernig tókst til við að taka upp og framleiða myndina Leitin að stórlaxinum. Við gerð myndarinnar settu bræðurnir Gunnar og Ásmundur Helgasynir sér það markmið að komast í 20 punda klúbbinn. Þeir fara víða í leit sinni að stórlaxinum, þangað sem helst er von til að markmiðið náist; í Laxá í Aðaldal, Jöklu, Breiðdalsá og Hofsá. Þeir skoða einnig hvernig Jökulsá á Dal hefur breyst úr jökulfljóti í laxveiðiá við þá miklu framkvæmd sem Kárahnjúkavirkjunin var. En fyrst og fremst er þetta skemmtileg, fróðleg og falleg mynd um leitina að íslenska stórlaxinum. Mennirnir á bak við myndavélarnar voru Jón Þór Víglundsson og Jón Víðir Hauksson. Myndin er 80 mínútur. Hér er slóð á stiklu úr myndinni https://www.youtube.com/watch?v=vJr8xQU6NvI Stangveiði Mest lesið Pistill: Eldisfiskur veiðist um allt land Veiði Pistill: Stórvirk kvíaeldi hafa varanlega eyðilagt margar ár Veiði Hofsá ein af dómkirkjum stangveiðinnar Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Laxárdalurinn frábær áskorun í stóra urriða Veiði Klakveiði í Langadalsá og Hvannadalsá Veiði Döpur veiði seinniparts sumars í Krossá Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði 38 laxar á land í fyrsta hollinu í Hítará Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði
Út er kominn pakki um stórlaxaveiðar á Íslandi sem inniheldur bæði bók og kvikmynd! Betra verður það einfaldlega ekki! Þessi magnaði veiðipakki er eftir bræðurnar Gunnar og Ásmund Helgasyni og ber heitið Leitin að stórlaxinum. Nú þegar er hafin forsala á www.veidiflugur.is en pakkinn fer í almenna dreifingu 21. nóvember næstkomandi. Í bókinni velja 10 valinkunnir stórlaxaveiðimenn 10 uppáhalds flugurnar sínar. Útkoman er ótrúlega fjölbreytt og fróðlegt úrval af stórlaxaflugum. Einn þessara manna er Þórður Pétursson, höfundur Laxá blá, sem sýnir hér bestu flugurnar sínar í fyrsta sinn á prenti. Einnig er í bókinni bráðskemmtileg frásögn bræðranna Ásmundar og Gunnars af veiði sumrinu og þá aðallega hvernig veiðin hjá þeim gekk. Auk þess segja þeir líka frá því hvernig tókst til við að taka upp og framleiða myndina Leitin að stórlaxinum. Við gerð myndarinnar settu bræðurnir Gunnar og Ásmundur Helgasynir sér það markmið að komast í 20 punda klúbbinn. Þeir fara víða í leit sinni að stórlaxinum, þangað sem helst er von til að markmiðið náist; í Laxá í Aðaldal, Jöklu, Breiðdalsá og Hofsá. Þeir skoða einnig hvernig Jökulsá á Dal hefur breyst úr jökulfljóti í laxveiðiá við þá miklu framkvæmd sem Kárahnjúkavirkjunin var. En fyrst og fremst er þetta skemmtileg, fróðleg og falleg mynd um leitina að íslenska stórlaxinum. Mennirnir á bak við myndavélarnar voru Jón Þór Víglundsson og Jón Víðir Hauksson. Myndin er 80 mínútur. Hér er slóð á stiklu úr myndinni https://www.youtube.com/watch?v=vJr8xQU6NvI
Stangveiði Mest lesið Pistill: Eldisfiskur veiðist um allt land Veiði Pistill: Stórvirk kvíaeldi hafa varanlega eyðilagt margar ár Veiði Hofsá ein af dómkirkjum stangveiðinnar Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Laxárdalurinn frábær áskorun í stóra urriða Veiði Klakveiði í Langadalsá og Hvannadalsá Veiði Döpur veiði seinniparts sumars í Krossá Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði 38 laxar á land í fyrsta hollinu í Hítará Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði