Körfubolti

Tveimur vikum til viðbótar aflýst í NBA - leikmenn kæra

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Derek Fisher, formaður leikmannasamtakanna og leikmaður LA Lakers.
Derek Fisher, formaður leikmannasamtakanna og leikmaður LA Lakers. Nordic Photos / Getty Images
Nú hefur það verið staðfest að ekkert verður spilað í NBA-deildinni fyrr en 15. desember í fyrsta lagi en leikmenn hafa ákveðið að höfða mál gegn forráðamönnum deildarinnar.

Verkbann hefur staðið yfir í NBA-deildinni síðan í sumar en leikmenn höfnuðu á dögunum tilboði eigenda félaganna í deildinni um skiptingu tekna á milli félaga og leikmanna.

Eftir að það varð ljóst er líklegt að jafnvel ekkert verði spilað í NBA-deildinni á þessu tímabili. Leikmenn hafa ákveðið að færa deiluna inn í dómskerfið og er því von á að við muni taka flókið og langt ferli.

Leikmenn fengu áður 57 prósent tekna NBA-deildarinnar en samkvæmt tillögunni sem þeir höfnuðu átti að skipta tekjunum jafnt á milli þeirra og félaganna.

Leikmenn munu fara fram á háar skaðabætur vegna þess tekjutaps sem þeir hafa orðið fyrir vegna verkbannsins.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×