Mikil dramatík í Grikklandi Magnús Halldórsson skrifar 3. nóvember 2011 23:20 Forsætisráðherra Grikklands rær nú lífróður. Fréttir af stöðu mála í landinu eru misvísandi. Mikil dramatík er nú í stjórnmálalífi Grikklands og er ekki ljóst enn hvernig landið liggur fyrir vantrausttillögu á ríkisstjórnina sem tekin verður fyrir á morgun. George Papandreou, forsætisráðherra, á í vök að verjast og reynir nú hvað hann getur til þess að fá stjórnarandstöðuna, og andstæðinga innan eigin flokks, til þess að samþykkja björgunaráætlun fyrir landið sem forystumenn evruríkjanna samþykktu í síðustu viku. Samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC er nú talið ólíklegt að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um björgunaráætlunina eins og tilkynnt var um í gær. Andstaðan við þá ráðstöfun er mikil innan raða ríkisstjórnarinnar. Þá hafa tvær kannanir sýnt að yfir 60% Grikkja myndu fella málið í þjóðaratkvæðagreiðslu sem flestir eru sammála um að þýði að landið yrði á köldum klaka og líkindum fara í þrot. Fjárfestar óttast að það geti leitt til dóminó-áhrifa með miklu verðfalli á eignum á skömmum tíma. Wall Street Journal greindi frá því í dag að þungir gjalddagar á skuldum Grikklands eru framundan í desember, eða 1,17 milljarðar evra þann 19. desember. Útilokað þykir að landið geti borgað þessar skuldir nema að vera búið að tryggja sér aðgang að fé úr björgunarsjóði ESB. Vaxtakjör á markaði fyrir landið eru slík að algjörlega öruggt þykir að landið geti ekki endurfjármagnað skuldir sínar. Fréttir af stöðu mála í landinu eru nokkuð misvísandi þessa stundina. Málin skýrast vafalítið eftir því sem fram vindur. Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Mikil dramatík er nú í stjórnmálalífi Grikklands og er ekki ljóst enn hvernig landið liggur fyrir vantrausttillögu á ríkisstjórnina sem tekin verður fyrir á morgun. George Papandreou, forsætisráðherra, á í vök að verjast og reynir nú hvað hann getur til þess að fá stjórnarandstöðuna, og andstæðinga innan eigin flokks, til þess að samþykkja björgunaráætlun fyrir landið sem forystumenn evruríkjanna samþykktu í síðustu viku. Samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC er nú talið ólíklegt að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um björgunaráætlunina eins og tilkynnt var um í gær. Andstaðan við þá ráðstöfun er mikil innan raða ríkisstjórnarinnar. Þá hafa tvær kannanir sýnt að yfir 60% Grikkja myndu fella málið í þjóðaratkvæðagreiðslu sem flestir eru sammála um að þýði að landið yrði á köldum klaka og líkindum fara í þrot. Fjárfestar óttast að það geti leitt til dóminó-áhrifa með miklu verðfalli á eignum á skömmum tíma. Wall Street Journal greindi frá því í dag að þungir gjalddagar á skuldum Grikklands eru framundan í desember, eða 1,17 milljarðar evra þann 19. desember. Útilokað þykir að landið geti borgað þessar skuldir nema að vera búið að tryggja sér aðgang að fé úr björgunarsjóði ESB. Vaxtakjör á markaði fyrir landið eru slík að algjörlega öruggt þykir að landið geti ekki endurfjármagnað skuldir sínar. Fréttir af stöðu mála í landinu eru nokkuð misvísandi þessa stundina. Málin skýrast vafalítið eftir því sem fram vindur.
Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira