Körfubolti

NBA leikmennirnir ætla ekki að samþykkja tilboðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Derek Fisher.
Derek Fisher. Mynd/Nordic Photos/Getty
Derek Fisher, forseti leikmannasamtaka NBA-deildarinnar tilkynnti það í gær að leikmennirnir ætli ekki að samþykkja nýjast tilboð eigendanna en NBA-deilan hefur nú staðið yfir í 132 daga.

David Stern, yfirmaður NBA-deildarinnar, setti leikmönnum afarkosti um helgina og sagði að þeir fengju frest til dagsins í dag til að samþykkja nýjasta tilboðið og að næsta tilboð eigendanna yrði mun óhagstæðara fyrir leikmenn.

„Núverandi tilboð á borðinu er tilboð sem við getum ekki samþykkt," sagði Derek Fisher.

Leikmannsamtökin ætla þess í stað að biðja um nýjan fund með eigendunum í kvöld þar sem þeir séu meira að segja tilbúnir að ræða möguleikanna á því að skipta innkomunni til helminga.

David Stern er ekki búinn að gefa það út hvort hann sé tilbúinn að ræða málin áður en fresturinn hans rennur út.

Derek Fisher sagðist þó óttast það að það yrði ekkert NBA-tímabil í vetur en 40 leikmenn, allt frá stórstjörnum til aukaleikara, stóðu fyrir aftan Fisher þegar hann ræddi við fjölmiðla.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×