Körfubolti

Kobe óttast kjarnorkuvetur í NBA-deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant
Kobe Bryant Mynd/Nordic Photos/Getty
Kobe Bryant hefur verið að blanda sér í NBA-deiluna að undanförnu eftir að hafa haldið sér til hlés fyrstu 130 dagana í deilunni en það þykir mörgum benda til alvarleika stöðunnar.

Bryant var nú síðast að pressa á eigendurnar að hitta leikmannasamtökin í dag áður en fresturinn rennur út á tilboðinu sem David Stern setti á borðið um helgina.

David Stern setti leikmönnunum afarkosti og sagði að næsta tilboð eigendanna yrði mun óhagstæðara fyrir leikmenn. Leikmenn ætla samt ekki að láta yfirmann NBA-deildarinnar kúga sig og gáfu það út í gær að þeir myndu ekki skrifa undir þennan samning.

„Við verðum að fá deiluaðila til að hittast áður en fresturinn rennur út. Það munar ekki miklu og við verðum að ná að klára þennan samning," sagði Kobe Bryant.

„Við verðum að afgreiða þessi síðustu atriði sem standa í vegi fyrir samningum áður en við dettum inn í kjarnorkuvetur," sagði Bryant.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×