Körfubolti

Enn verið að funda í NBA-deilunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Stern ræðir við fréttamenn.
David Stern ræðir við fréttamenn. Nordic Photos / Getty Images
Deiluaðilar í NBA-verkfallinu héldu áfram að funda annan daginn í röð og gær og ákváðu að honum loknum að hittast einnig í dag.

Á þriðjudaginn var fundað í sextán klukkustundir og stóð fundurinn í gær yfir í átta klukkustundir. Samkvæmt því sem kemur fram í fréttum ytra er þó enn langt á milli deiluaðila sem eru sammála um lítið annað en að halda áfram að tala saman.

Deilt er fyrst og fremst um hvernig tekjum skuli vera skipt á milli leikmanna og félaganna og hvernig launaþak leikmanna á að vera.

Þetta er í fyrsta sinn síðan verkbann NBA-leikmanna hófst fyrir 111 dögum síðan að aðilar funda þrjá daga í röð. David Stern, yfirmaður NBA-deildarinnar, hefur látið hafa eftir sér að ef samningar náist ekki fyrir þriðjudag næstkomandi eru líkur á því að ekkert verði spilað í deildinni á þessu ári.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×