Körfubolti

Kobe, LeBron og fleiri NBA-stjörnur á leiðinni saman í heimsferð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant og LeBron James.
Kobe Bryant og LeBron James. Mynd/Nordic Photos/Getty
NBA-stórstjörnurnar Kobe Bryant, Amar’e Stoudemire og Kevin Durant eru í aðalhlutverki í nýju verkefni sem á að sjá til þess að nokkrir vel valdir NBA-leikmenn fái eitthvað að gera á næstunni þar sem að ekkert bendir til þess að verkfallið leysist. Þeir eru að skipuleggja tíu daga heimsferð þar sem lið þeirra mun spila í Púertó Ríkó, Evrópu, Asíu og Ástralíu. ESPN sagði fyrst frá þessari hugmynd.

LeBron James, Dwyane Wade, Carmelo Anthony, Chris Paul og Blake Griffin þykja einnig líklegir til að bætast í hópinn en leikirnir eiga að fara fram 30. október í Púertó Ríkó, 1. og 3. nóvember í

O2 Arena í London, 5. nóvember í Macau í Kína og 8. og 9. nóvember í Melbourne í Ástralíu.

Leikmenn ættu að geta haft góðar tekjur út úr slíkri ferð, miðarnir seljast örugglega eins og heitar lummur, leikmenn geta kynnt sig og sína styrktaraðila á hverjum stað og þá fá þeir síðasta en ekki síst að spila smá körfubolta líka.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×