Körfubolti

NBA-eigendurnir skiptast í tvo hópa - sumir tilbúnir að gefa eftir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Allen á bæði Seattle Seahawks í NFL-deildinni og Portland Trail Blazers í NBA-deildinni.
Paul Allen á bæði Seattle Seahawks í NFL-deildinni og Portland Trail Blazers í NBA-deildinni. Mynd/Nordic Photos/Getty
Það berast engar góðar fréttir af NBA-deilunni og menn eru virkilega farnir að spá því að það verði ekkert NBA-tímabil í vetur. Bandarískir fjölmiðlar velta því samt upp hvort að það geti verið að það séu ekki allir eigendurnir sem vilja þvinga leikmenn til að samþykkja 50-50 siptingu á innkomunni.

Sögusagnir úr herbúðum eigendanna segja þá siptast í tvo hópa. Eigendur eins og Jerry Buss (Los Angeles Lakers), Jim Dolan (New York Knicks), Mickey Arison (Miami Heat) og Mark Cuban (Dallas Mavericks) vilja endilega semja sem fyrst og eru tilbúnir að gefa aðeins eftir. Þeir eru allir frá stórum markaðssvæðum þar sem reksturinn gengur vel.

Eigendur af minni markaðssvæðunum standa hinsvegar harðir á sínu og eru víst ekki tilbúnir að gefa neitt eftir. Þetta eru karlar eins og Paul Allen (Portland Trail Blazers), Peter Holt (San Antonio Spurs), Wyc Grousbeck (Boston Celtics), Robert Sarver (Phoenix Suns) og Dan Gilbert (Cleveland Cavaliers).

Það er seinni hópurinn sem stendur í vegi fyrir að aðilarnir nái saman og NBA-tímabilið geti byrjað. Paul Allen fór fyrir þeim hópi á síðasta fundinum í vikunni og það var mikið gert úr því að það var hann sem tilkynnti leikmannasamtökunum það að annaðhvort yrði 50-50 skipting á veltunni eða að ekkert yrði að samning.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×