Körfubolti

NBA leikmaðurinn Ibaka samdi við Real Madrid

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Spænski landsliðsmaðurinn Serge Ibaka hefur samið við Real Madrid en hann hefur látið að sér kveða með NBA-liðinu Oklahoma Thunder undanfarin ár
Spænski landsliðsmaðurinn Serge Ibaka hefur samið við Real Madrid en hann hefur látið að sér kveða með NBA-liðinu Oklahoma Thunder undanfarin ár AP
Spænski landsliðsmaðurinn Serge Ibaka hefur samið við Real Madrid en hann hefur látið að sér kveða með NBA-liðinu Oklahoma Thunder undanfarin ár. Ibaka varð Evrópumeistari með spænska landsliðinu í Litháen í haust en hann er fæddur í Kongó en er með spænskt ríkisfang. Ibaka gerði tveggja mánaða samning við Real Madrid. Ef verkbanninu í NBA deildinni verður aflýst mun Ibaka halda vestur yfir haf og leika með Oklahoma.

Ibaka er 2.08 m á hæð og rétt um 110 kg. en og getur hann leikið sem fram – eða miðherji. Ibaka tók þátt í troðslukeppni NBA deildarinnar í febrúar á þessu ári en hann þykir mikill háloftafugl. Enda er hann kallaður „Air Kongó" á meðal þeirra sem fylgjast með NBA deildinni.

Á tveimur tímabilum í NBA deildinni hefur Ibaka skorað um 8 stig að meðaltali í leik og tekið um 7 fráköst á 22 leikmínútum að meðaltali.

Eins og áður hefur komið fram er Ibaka fæddur í Kongó en hann á alls 17 systkyni og er hann sá þriðji yngsti í þeim hópi.

Tveir íslenskir leikmenn leika í efstu deild á Spáni. Jón Arnór Stefánsson leikur með CAI Zaragoza og Haukur Helgi Pálsson er á mála hjá Assignia Manresa í Katalóníu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×