Körfubolti

Obama vill lausn í NBA-deiluna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Obama með Bill Russell, Boston Celtics-goðsögninni.
Obama með Bill Russell, Boston Celtics-goðsögninni. Nordic Photos / Getty Images
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, er mikill íþróttaáhugamaður og vill að lausn verði fundin á NBA-deilunni sem allra fyrst og verkbanni leikmanna þar með aflétt.

Fulltrúar leikmanna og liðanna hafa deilt svo mánuðum skiptir um skiptingu tekna og launafyrirkomulag leikmanna. Fyrstu vikum nýs tímabils hefur verið aflýst og er ekki útlit fyrir að spilað verði fyrr en eftir áramót, í fyrsta lagi.

Obama var gestur Jay Leno í spjallþætti NBC-sjónvarpsstöðvarinnar í gær og lýsti þar yfir óánægju sinni með verkbannið.

„Við ættum að finna lausn á því hvernig skipta megi níu milljarða dollara potti svo að áhugamenn um körfubolta og stuðningsmenn liðanna, sem veita þessar tekjur, geti notið tímabilsins," sagði Obama.

„Ég held að bæði eigendurnir og leikmennirnir þurfi að hugsa um þessi mál á sömu nótum og kollegar þeirra í NFL-deildinni," bætti hann við en nýlega var verkfalli í NFL-deildinni afstýrt eftir að samningar tókust á milli eigenda og leikmanna.

„Ég hef áhyggjur af þessu. Ástæðan fyrir því að þeir hafa það svona gott er að það er heilmikið af fólki sem hefur áhuga á íþróttinni. Körfuboltinn hefur þjónað öllum þessum aðilum vel og um það verða þeir að hugsa."

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×