Viðræðum aftur hætt - Ekki spilað í NBA í nóvember Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. október 2011 12:15 Billy Hunter, framkvæmdarstjóri leikmannasamtakanna. Nordic Photos / Getty Images Ekkert gengur í viðræðum deiluaðila í NBA-verkbanninu og hefur nú verið ákveðið að aflýsa leikjum sem áttu að fara fram frá 15.-30. nóvember næstkomandi. Það þýðir að nýtt tímabil getur í fyrsta lagi hafist þann 1. desember en miðað við gang mála í viðræðunum verður það að teljast ólíklegt. Tímabilið átti að hefjast á þriðjudaginn næstkomandi en fyrstu tveimur vikum tímabilsins hafði þegar verið aflýst fyrir nokkru. Samningur eiganda og leikmanna í NBA-deildinni um skiptingu tekna rann út í júní síðastliðnum og er nú deilt um hvernig skiptingunni skuli háttað. Eigendur félaganna vilja minnka hlut leikmannanna og benda á að flest félög hafi verið rekin með tapi á síðustu leiktíð. Vilja þeir að tekjunum verið skipt til helminga en hingað til hafa leikmenn fengið 57 prósent teknanna. Billy Hunter, framkvæmdarstjóri leikmannasamtakanna, segir að viðræður hafi einfaldlega siglt í strand. „Við höfum gefið ýmislegt frá okkur í þessum viðræðum en það reyndist ekki nóg. Við erum því ekki reiðubúnir til að halda viðræðum áfram eins og málin standa nú.“ David Stern, framkvæmdarstjóri NBA-deildarinnar, segir að Hunter hafi labbað frá borðinu þegar umræðan barst að því að færa hlut leikmanna niður fyrir 52 prósentin. Leikmenn munu hafa verið sáttir við að minnka sinn hlut í 52,5 prósent en ekki meir. Það er ljóst að eftir því sem verkbannið lengist verða báðir aðilar af miklum tekjum. „Við þurfum að reikna upp á nýtt hversu mikið tekjutapið er,“ sagði Stern. „Og næsta tilboð okkar mun endurspegla þær gríðarlega háu fjárhæðir sem hafa tapast.“ NBA Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Dagskráin í dag: Ronaldo og félagar í beinni útsendingu Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira
Ekkert gengur í viðræðum deiluaðila í NBA-verkbanninu og hefur nú verið ákveðið að aflýsa leikjum sem áttu að fara fram frá 15.-30. nóvember næstkomandi. Það þýðir að nýtt tímabil getur í fyrsta lagi hafist þann 1. desember en miðað við gang mála í viðræðunum verður það að teljast ólíklegt. Tímabilið átti að hefjast á þriðjudaginn næstkomandi en fyrstu tveimur vikum tímabilsins hafði þegar verið aflýst fyrir nokkru. Samningur eiganda og leikmanna í NBA-deildinni um skiptingu tekna rann út í júní síðastliðnum og er nú deilt um hvernig skiptingunni skuli háttað. Eigendur félaganna vilja minnka hlut leikmannanna og benda á að flest félög hafi verið rekin með tapi á síðustu leiktíð. Vilja þeir að tekjunum verið skipt til helminga en hingað til hafa leikmenn fengið 57 prósent teknanna. Billy Hunter, framkvæmdarstjóri leikmannasamtakanna, segir að viðræður hafi einfaldlega siglt í strand. „Við höfum gefið ýmislegt frá okkur í þessum viðræðum en það reyndist ekki nóg. Við erum því ekki reiðubúnir til að halda viðræðum áfram eins og málin standa nú.“ David Stern, framkvæmdarstjóri NBA-deildarinnar, segir að Hunter hafi labbað frá borðinu þegar umræðan barst að því að færa hlut leikmanna niður fyrir 52 prósentin. Leikmenn munu hafa verið sáttir við að minnka sinn hlut í 52,5 prósent en ekki meir. Það er ljóst að eftir því sem verkbannið lengist verða báðir aðilar af miklum tekjum. „Við þurfum að reikna upp á nýtt hversu mikið tekjutapið er,“ sagði Stern. „Og næsta tilboð okkar mun endurspegla þær gríðarlega háu fjárhæðir sem hafa tapast.“
NBA Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Dagskráin í dag: Ronaldo og félagar í beinni útsendingu Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira