Stormur í aðsigi Magnús Halldórsson skrifar 10. október 2011 12:28 Hinn fjórða júní 1940 flutti Winston Churchill, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, þjóð sinni rúmlega tíu mínútna barátturæðu á stríðstímum. Henni var útvarpað. Enn í dag er vitnað til hennar sem einhverrar mögnuðustu ræðu sem nokkru sinni hefur verið flutt. Hún var þrungin spennu, baráttuvilja og hugrekki. "Við munum aldrei gefast upp," sagði Churchill, djúpri röddu, í lok ræðunnar. Innrás Þjóðverja í Frakkland var þarna í fullum gangi og hún ógnaði breskum borgurum. Í frábærri bók um Churchill, The Gathering Storm, Stormur í aðsigi, er með nákvæmum hætti lýst hvernig Churchill nálgaðist málin á stríðstímum í heiminum. Þegar efnahagsmálin voru í rúst og hörmungar stríðs mörkuðu líf borgaranna. Churchill var hugrakkur og með einstaklega áhrifamikla nærveru samkvæmt lýsingum. Þegar hann var pirraður, þá skulfu stjórnmálamenn um alla Evrópu af hræðslu við hann. En hann hafði eiginleika sem margir stjórnmálamenn þurfa nú á að halda. Hann var kjarkmikill og þótti afburða góður í að lesa í flóknar aðstæður, taka forystu og höggva á hnúta þegar þess þurfti. Á réttum tíma. Það er líklega ósanngjarnt og óviðeigandi að líkja efnahagsástandi heimsins nú um stundir við það sem var á tímum fyrra og seinna stríðs þegar Churchill lét til sín taka. En líkt og hjá honum forðum þá eru blikur á lofti. Af orðum virtustu seðlabankastjóra heims, Mervyn King, bankastjóra Englandsbanka, og Ben Bernanke, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, gæti stormur verið í aðsigi. King kemur ekki oft fram í fjölmiðlum nema þá helst þegar breski seðlabankinn tilkynnir um einstaka ákvarðanir. King lét hafa eftir sér sl. föstudag, í viðtali við Sky News, að það væri raunveruleg hætta á verstu kreppu allra tíma. Getur þetta verið rétt? Því miður er svarið við þeirri spurningu já. Það er möguleiki á hrikalegum efnahagshamförum og ýmislegt bendir til þess að það sé í það minnsta ekki hægt að koma í veg fyrir mikla niðursveiflu til viðbótar við það sem þegar hefur gengið á. Forsíðan á nýjasta tölublaði The Economist segir sína sögu. Þar er mynd af svartholi með fyrirsögninni; Be Afraid, eða verið hrædd. Á síðum blaðsins er síðan fjallað um mikla erfiðleika í Evrópu, bæði þjóðríkja og banka. Slakinn í bandaríska hagkerfinu er líka að valda áhyggjum, sem og ævintýralegur vöxtur í Asíu sem hefur greinileg einkenni bólu. Bólur springa. Við Íslendingar vitum það og finnum nú fyrir því á eigin skinni.Margþætt vandamál En hver eru vandamálin? Af hverju eru líkur á að heimurinn geti lent í verri efnahagskreppu en á þeim tímum, þegar Churchill talaði kjarki í þjóð sína? Nokkur atriði vega þyngst, að mínu mati. I. Smám saman hefur það skýrst að bankakreppan í heiminum á árunum 2007 og 2008 var ekki vegna lausafjárþurrðar í fjármálakerfum heldur vegna veikra eigna. Viðbrögð þjóðríkja og seðlabanka við vandanum voru hins vegar fyrst og fremst mótuð af því, að um lausafjárþurrð væri að ræða. Fé var dælt inn í fjármálastofnanir og inn á markaði á þeim forsendum, í það minnsta í upphafi. Tíminn hefur hins vegar leitt í ljós að vandamál fjármálageirans var annað og stærra. Eignir eru ótryggar og óvissa um fjárhagslegan styrk fjármálafyrirtækja hefur aukist. Það er grunnvandinn. Lán eru ótrygg og eignir virðast vera of hátt metnar í bókum banka, einkum í Evrópu, ef mið er tekið af greiningum í helstu fagtímaritum um viðskipti og skrifum margra sem vel til þekkja. Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, heldur því fram í nýrri bók sinni að bankarnir í Evrópu standi margir enn á brauðfótum. Þetta hefur verið að skýrast æ betur undanfarna daga, með þjóðnýtingu Dexia bankans í Belgíu og neyðarviðræðum vegna vanda banka í Austurríki og Frakklandi. Í ljósi þess að vandinn var í upphafi rangt greindur, a.m.k. víða, hafa afleiðingar af björgunaraðgerðum um allan heim reynst of kostnaðarsamar fyrir opinbera sjóði án þess að vandamálin hafi verið leyst. Skuldastaða margra ríkja er svo gott sem óbærileg, ekki síst í Suður-Evrópu, en vandamálið er enn til staðar. Sem sagt: Ennþá veikburða fjármálageiri og skuldum vafnir ríkissjóðir. Það er ekki hægt að treysta á að opinberir sjóðir komi til bjargar ef það skapast víðtæk kerfislæg vandamál í fjármálageiranum. Þrátt fyrir allt, er samt ríkisábyrgð á vandamálum banka þó þeir séu að formi til í einkaeigu. Of lítil skref hafa verið stigin til þess að bæta úr þessu með einhverjum hætti. Þannig hefur kerfislæg áhætta í fjármálakerfinu viðhaldist, þrátt fyrir umfangsmiklar aðgerðir seðlabanka og ríkisstjórna. Vandanum hefur verið rúllað áfram, og boltinn hefur stækkað. II. Pólitísk óvissa er orðin að sjálfstæðu efnahagsvandamáli, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Erfiðlega gengur að ná samstöðu um hvernig skuli bregðast við miklum ríkisskuldum og miklu atvinnuleysi. Aðgerðir sem höggva á hnútinn, sem fólk trúir að muni skipta máli til framtíðar, hafa einfaldlega ekki komið fram ennþá. Í The Economist er það sagt berum orðum, að fjárfestar séu búnir að missa trúna á að stjórnmálamenn geti tekið á vandamálinu. En þeir leyfa sér þó að vona það besta – enda lítið annað í stöðunni. Í leiðara fyrrnefnds tímarits, í síðustu viku, segir m.a. orðrétt: "Það hefur vantað upp á að stjórnmálamenn komi heiðarlega fram og útskýri fyrir fólki hversu stórt vandamálið er." Með öðrum orðum: Menn hafa forðast það að tala um vandamálin, hvað þá að taka á þeim. Deilur Demókrata og Repúblikana í Bandaríkjunum um ríkisfjármálin eru dæmi um þetta sem og deilur leiðtoga á Evrusvæðinu. Illa gengur að finna grundvöll sem hægt er að byggja á til framtíðar. Það er full ástæða til þess að hræðast það. III. Óttinn við að Grikkland fari í þrot er ekki það sem fjárfestar hræðast mest. Heldur hvaða áhrif gjaldþrot landsins kunni að hafa á banka og evrulöndin, einkum nágrannaríkin Ítalíu, Spán og Portúgal. Þar eru miklar ríkisskuldir ekki eini vandinn. Heldur ekki síður slaki í hagkerfunum, mikið atvinnuleysi (það er nú 21% á Spáni), óhagstæð aldurssamsetning, rekstrarerfiðleikar fyrirtækja og margvísleg fleiri vandamál. Skilaboðin frá markaðnum eru þau, að allir búast við því að Grikkland fari í þrot. Engin veit hins vegar með vissu hver áhrifin af því verða. Stjórnmálamenn og eftirlitsstofnanir hafa það verkefni að lágmarka tjónið og koma í veg fyrir að bráðavandi skapist sem margfaldað getur tjón. IV. Gríðarlegur vöxtur í Asíu, einkum Kína og Indlandi, er farinn að stýra miklu um framgang í efnahagsmálum heimsins. Skemmst er að minnast þess þegar forstjóri Rio Tinto, Tom Albanese, sagði er hann kom hingað til lands fyrir skemmstu að verð á áli sveiflaðist einkum eftir framleiðslukostnaði í Kína. Svo mikil væru áhrif uppsveiflunnar í Kína á iðnaðinn. En sumum finnst nóg um og telja að hættumerki séu þegar farin að sjást. Robert Aliber, hagfræðingurinn virti sem varaði við hruni íslensku bankanna, sagði í viðtali við Egil Helgason í Silfrinu á dögunum, að hann væri tilbúinn að veðja sparnaði sínum – sem hann ætlaði barnabörnunum sínum í arf – á að fasteignabólan í Kína muni springa með látum. Hvað mun það þýða? Það er ekki gott að segja til um það, en eitt held ég að sé alveg öruggt: Það mun ekki fara framhjá neinum ef það koma skellir í Indlandi, Kína og nágrannaríkjum, þar sem þriðjungur mannkynsins býr. Þegar þetta svæði hættir að toga hrávöruiðnaðinn áfram af sama krafti og það hefur gert undanfarin ár, þá munu skapast vandamál annars staðar, sem ekki eru með öllu tengd þeim sem fyrir eru. Tugþúsundir starfa geta tapast á skömmum tíma víða um heiminn, bara við það eitt að hagvöxtur fari úr 6% á ársgrundvelli niður í 1-2%. Það er síðan ekki til þess að auðvelda greiningu á stöðu mála, að Kínverjar eiga 25% ríkisskulda Bandaríkjanna. Hagsmunir risaveldanna eru þannig samofnir. Vandamál annars eru líka vandamál hins. Þetta eru ekki aðeins pólitískir pólar, á vinstri/hægri mælikvarða, heldur einnig efnahagslegir pólar. Skuldarans og lánveitandans. Nokkur viðtöl og samtöl sem ég hef átt undanfarna mánuði hafa setið svolítið í mér að undanförnu. Ekki síst eftir að Mervyn King varaði heimsbyggðina við gríðarlegum vandamálum sem raunveruleg hætta væri á að gæti skapast. Einn þeirra sem ég ræddi við var Robert Parker, aðalráðgjafi Credit Suisse, sem hingað kom á dögunum í samstarfi við Alfa Verðbréf, dótturfélag MP banka. Maður á sextugsaldri með áratugareynslu af bankastarfsemi. Hann talaði um að Grikkland gæti ekkert annað en farið í þrot og það myndi alveg örugglega hafa mikil áhrif á banka. Hins vegar sagði hann að öll augu væru nú á stjórnmálamönnum. Hvernig ætla þeir að gera ríkisfjármálin sjálfbær og hætta að eyða um efni fram, hvort sem það er í Bandaríkjunum eða Evrópu? var það sem hann sagði efnislega. Þetta væri risavaxinn óvissuþáttur sem væri farinn hafa víðtæk alvarleg áhrif á fjárfestingu og þar með eignaverð. Sl. föstudag heimsótti ég höfuðstöðvar Nasdaq OMX í Stokkhólmi ásamt tveimur kollegum mínum. Þar ræddum við málin við tvo stjórnendur á þessum 700 manna vinnustað, þar sem yfirsýn er leiðarstef í öllu starfi. Það voru ekki hefðbundin viðtöl heldur "off the record" upplýsingafundir og því verður ekki vitnað til þeirra undir nafni hér. En annar þeirra sagði að Grikkland færi líklega í þrot í desember, eða að aðilar á markaði væru að búa sig undir það. Hugsanlega gerðist það fyrr, hugsanlega seinna, en þungir gjalddagar væru á þessum tíma og það væri erfitt að sjá hvernig landið ætlaði sér að leysa úr vandamálum sínum fyrir þann tíma. Því væru næstu vikur mikilvægar og í raun nauðsynlegar til þess að grípa til réttra aðgerða til þess að lágmarka tjónið af óhjákvæmilegu höggi. Þörf á hugrekki Vandinn snýr ekki síst að mikilli pólitískri óvissu um hvort stjórnmálamenn þori að gera kerfislægar breytingar á skömmum tíma, á kostnað vinsælda sinna. Það er ekki á vísan að róa í þeim efnum. Líklega þarf ein kynslóð stjórnmálamanna, hvar sem þeir standa á hefðbundinn hægri/vinstri skala, að fórna sér fyrir þá sem taka við keflinu. Óvinsælar ákvarðanir þarf að taka svo að fjárhagsleg sjálfbærni fari að einkenna ríkisfjármál og fjármálageirann að nýju. Pólitísk virkni ríkjasambanda eða alþjóðasamstarfs, Evrópusambandsins eða annarrar alþjóðlegrar vinnu, er ekki aðalatriðið í þessum efnum að mínu mati. Heldur einmitt sértækar lausnir hvers lands fyrir sig. Fyrst þarf að taka til heima fyrir áður en nokkuð annað er gert. Það er ekki hægt að treysta því að leiðtogar stærstu ríkja heims leysi vandamálin. Einfaldlega vegna þess að þeir geta það ekki. Engar þrumuræður munu hjálpa til við að skera niður ríkisútgjöld og fella niður ríkisábyrgð – eða í það minnsta að takmarka hana miklu meira - á bönkum sem eru að formi til í einkaeigu. Til þess að þetta geti gerst þarf augsljóslega að grípa til þess sem Churchill sýndi á ögurstundu. Hugrekkis. Hafa stjórnmálamenn það? Það er stóra spurningin sem fagtímarit um viðskipti, stjórnmál og efnahagsmál fjalla mest um þessa dagana. Henni þarf að svara áður en stormurinn sem er í aðsigi skellur á hagkerfunum af fullum þunga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Hinn fjórða júní 1940 flutti Winston Churchill, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, þjóð sinni rúmlega tíu mínútna barátturæðu á stríðstímum. Henni var útvarpað. Enn í dag er vitnað til hennar sem einhverrar mögnuðustu ræðu sem nokkru sinni hefur verið flutt. Hún var þrungin spennu, baráttuvilja og hugrekki. "Við munum aldrei gefast upp," sagði Churchill, djúpri röddu, í lok ræðunnar. Innrás Þjóðverja í Frakkland var þarna í fullum gangi og hún ógnaði breskum borgurum. Í frábærri bók um Churchill, The Gathering Storm, Stormur í aðsigi, er með nákvæmum hætti lýst hvernig Churchill nálgaðist málin á stríðstímum í heiminum. Þegar efnahagsmálin voru í rúst og hörmungar stríðs mörkuðu líf borgaranna. Churchill var hugrakkur og með einstaklega áhrifamikla nærveru samkvæmt lýsingum. Þegar hann var pirraður, þá skulfu stjórnmálamenn um alla Evrópu af hræðslu við hann. En hann hafði eiginleika sem margir stjórnmálamenn þurfa nú á að halda. Hann var kjarkmikill og þótti afburða góður í að lesa í flóknar aðstæður, taka forystu og höggva á hnúta þegar þess þurfti. Á réttum tíma. Það er líklega ósanngjarnt og óviðeigandi að líkja efnahagsástandi heimsins nú um stundir við það sem var á tímum fyrra og seinna stríðs þegar Churchill lét til sín taka. En líkt og hjá honum forðum þá eru blikur á lofti. Af orðum virtustu seðlabankastjóra heims, Mervyn King, bankastjóra Englandsbanka, og Ben Bernanke, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, gæti stormur verið í aðsigi. King kemur ekki oft fram í fjölmiðlum nema þá helst þegar breski seðlabankinn tilkynnir um einstaka ákvarðanir. King lét hafa eftir sér sl. föstudag, í viðtali við Sky News, að það væri raunveruleg hætta á verstu kreppu allra tíma. Getur þetta verið rétt? Því miður er svarið við þeirri spurningu já. Það er möguleiki á hrikalegum efnahagshamförum og ýmislegt bendir til þess að það sé í það minnsta ekki hægt að koma í veg fyrir mikla niðursveiflu til viðbótar við það sem þegar hefur gengið á. Forsíðan á nýjasta tölublaði The Economist segir sína sögu. Þar er mynd af svartholi með fyrirsögninni; Be Afraid, eða verið hrædd. Á síðum blaðsins er síðan fjallað um mikla erfiðleika í Evrópu, bæði þjóðríkja og banka. Slakinn í bandaríska hagkerfinu er líka að valda áhyggjum, sem og ævintýralegur vöxtur í Asíu sem hefur greinileg einkenni bólu. Bólur springa. Við Íslendingar vitum það og finnum nú fyrir því á eigin skinni.Margþætt vandamál En hver eru vandamálin? Af hverju eru líkur á að heimurinn geti lent í verri efnahagskreppu en á þeim tímum, þegar Churchill talaði kjarki í þjóð sína? Nokkur atriði vega þyngst, að mínu mati. I. Smám saman hefur það skýrst að bankakreppan í heiminum á árunum 2007 og 2008 var ekki vegna lausafjárþurrðar í fjármálakerfum heldur vegna veikra eigna. Viðbrögð þjóðríkja og seðlabanka við vandanum voru hins vegar fyrst og fremst mótuð af því, að um lausafjárþurrð væri að ræða. Fé var dælt inn í fjármálastofnanir og inn á markaði á þeim forsendum, í það minnsta í upphafi. Tíminn hefur hins vegar leitt í ljós að vandamál fjármálageirans var annað og stærra. Eignir eru ótryggar og óvissa um fjárhagslegan styrk fjármálafyrirtækja hefur aukist. Það er grunnvandinn. Lán eru ótrygg og eignir virðast vera of hátt metnar í bókum banka, einkum í Evrópu, ef mið er tekið af greiningum í helstu fagtímaritum um viðskipti og skrifum margra sem vel til þekkja. Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, heldur því fram í nýrri bók sinni að bankarnir í Evrópu standi margir enn á brauðfótum. Þetta hefur verið að skýrast æ betur undanfarna daga, með þjóðnýtingu Dexia bankans í Belgíu og neyðarviðræðum vegna vanda banka í Austurríki og Frakklandi. Í ljósi þess að vandinn var í upphafi rangt greindur, a.m.k. víða, hafa afleiðingar af björgunaraðgerðum um allan heim reynst of kostnaðarsamar fyrir opinbera sjóði án þess að vandamálin hafi verið leyst. Skuldastaða margra ríkja er svo gott sem óbærileg, ekki síst í Suður-Evrópu, en vandamálið er enn til staðar. Sem sagt: Ennþá veikburða fjármálageiri og skuldum vafnir ríkissjóðir. Það er ekki hægt að treysta á að opinberir sjóðir komi til bjargar ef það skapast víðtæk kerfislæg vandamál í fjármálageiranum. Þrátt fyrir allt, er samt ríkisábyrgð á vandamálum banka þó þeir séu að formi til í einkaeigu. Of lítil skref hafa verið stigin til þess að bæta úr þessu með einhverjum hætti. Þannig hefur kerfislæg áhætta í fjármálakerfinu viðhaldist, þrátt fyrir umfangsmiklar aðgerðir seðlabanka og ríkisstjórna. Vandanum hefur verið rúllað áfram, og boltinn hefur stækkað. II. Pólitísk óvissa er orðin að sjálfstæðu efnahagsvandamáli, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Erfiðlega gengur að ná samstöðu um hvernig skuli bregðast við miklum ríkisskuldum og miklu atvinnuleysi. Aðgerðir sem höggva á hnútinn, sem fólk trúir að muni skipta máli til framtíðar, hafa einfaldlega ekki komið fram ennþá. Í The Economist er það sagt berum orðum, að fjárfestar séu búnir að missa trúna á að stjórnmálamenn geti tekið á vandamálinu. En þeir leyfa sér þó að vona það besta – enda lítið annað í stöðunni. Í leiðara fyrrnefnds tímarits, í síðustu viku, segir m.a. orðrétt: "Það hefur vantað upp á að stjórnmálamenn komi heiðarlega fram og útskýri fyrir fólki hversu stórt vandamálið er." Með öðrum orðum: Menn hafa forðast það að tala um vandamálin, hvað þá að taka á þeim. Deilur Demókrata og Repúblikana í Bandaríkjunum um ríkisfjármálin eru dæmi um þetta sem og deilur leiðtoga á Evrusvæðinu. Illa gengur að finna grundvöll sem hægt er að byggja á til framtíðar. Það er full ástæða til þess að hræðast það. III. Óttinn við að Grikkland fari í þrot er ekki það sem fjárfestar hræðast mest. Heldur hvaða áhrif gjaldþrot landsins kunni að hafa á banka og evrulöndin, einkum nágrannaríkin Ítalíu, Spán og Portúgal. Þar eru miklar ríkisskuldir ekki eini vandinn. Heldur ekki síður slaki í hagkerfunum, mikið atvinnuleysi (það er nú 21% á Spáni), óhagstæð aldurssamsetning, rekstrarerfiðleikar fyrirtækja og margvísleg fleiri vandamál. Skilaboðin frá markaðnum eru þau, að allir búast við því að Grikkland fari í þrot. Engin veit hins vegar með vissu hver áhrifin af því verða. Stjórnmálamenn og eftirlitsstofnanir hafa það verkefni að lágmarka tjónið og koma í veg fyrir að bráðavandi skapist sem margfaldað getur tjón. IV. Gríðarlegur vöxtur í Asíu, einkum Kína og Indlandi, er farinn að stýra miklu um framgang í efnahagsmálum heimsins. Skemmst er að minnast þess þegar forstjóri Rio Tinto, Tom Albanese, sagði er hann kom hingað til lands fyrir skemmstu að verð á áli sveiflaðist einkum eftir framleiðslukostnaði í Kína. Svo mikil væru áhrif uppsveiflunnar í Kína á iðnaðinn. En sumum finnst nóg um og telja að hættumerki séu þegar farin að sjást. Robert Aliber, hagfræðingurinn virti sem varaði við hruni íslensku bankanna, sagði í viðtali við Egil Helgason í Silfrinu á dögunum, að hann væri tilbúinn að veðja sparnaði sínum – sem hann ætlaði barnabörnunum sínum í arf – á að fasteignabólan í Kína muni springa með látum. Hvað mun það þýða? Það er ekki gott að segja til um það, en eitt held ég að sé alveg öruggt: Það mun ekki fara framhjá neinum ef það koma skellir í Indlandi, Kína og nágrannaríkjum, þar sem þriðjungur mannkynsins býr. Þegar þetta svæði hættir að toga hrávöruiðnaðinn áfram af sama krafti og það hefur gert undanfarin ár, þá munu skapast vandamál annars staðar, sem ekki eru með öllu tengd þeim sem fyrir eru. Tugþúsundir starfa geta tapast á skömmum tíma víða um heiminn, bara við það eitt að hagvöxtur fari úr 6% á ársgrundvelli niður í 1-2%. Það er síðan ekki til þess að auðvelda greiningu á stöðu mála, að Kínverjar eiga 25% ríkisskulda Bandaríkjanna. Hagsmunir risaveldanna eru þannig samofnir. Vandamál annars eru líka vandamál hins. Þetta eru ekki aðeins pólitískir pólar, á vinstri/hægri mælikvarða, heldur einnig efnahagslegir pólar. Skuldarans og lánveitandans. Nokkur viðtöl og samtöl sem ég hef átt undanfarna mánuði hafa setið svolítið í mér að undanförnu. Ekki síst eftir að Mervyn King varaði heimsbyggðina við gríðarlegum vandamálum sem raunveruleg hætta væri á að gæti skapast. Einn þeirra sem ég ræddi við var Robert Parker, aðalráðgjafi Credit Suisse, sem hingað kom á dögunum í samstarfi við Alfa Verðbréf, dótturfélag MP banka. Maður á sextugsaldri með áratugareynslu af bankastarfsemi. Hann talaði um að Grikkland gæti ekkert annað en farið í þrot og það myndi alveg örugglega hafa mikil áhrif á banka. Hins vegar sagði hann að öll augu væru nú á stjórnmálamönnum. Hvernig ætla þeir að gera ríkisfjármálin sjálfbær og hætta að eyða um efni fram, hvort sem það er í Bandaríkjunum eða Evrópu? var það sem hann sagði efnislega. Þetta væri risavaxinn óvissuþáttur sem væri farinn hafa víðtæk alvarleg áhrif á fjárfestingu og þar með eignaverð. Sl. föstudag heimsótti ég höfuðstöðvar Nasdaq OMX í Stokkhólmi ásamt tveimur kollegum mínum. Þar ræddum við málin við tvo stjórnendur á þessum 700 manna vinnustað, þar sem yfirsýn er leiðarstef í öllu starfi. Það voru ekki hefðbundin viðtöl heldur "off the record" upplýsingafundir og því verður ekki vitnað til þeirra undir nafni hér. En annar þeirra sagði að Grikkland færi líklega í þrot í desember, eða að aðilar á markaði væru að búa sig undir það. Hugsanlega gerðist það fyrr, hugsanlega seinna, en þungir gjalddagar væru á þessum tíma og það væri erfitt að sjá hvernig landið ætlaði sér að leysa úr vandamálum sínum fyrir þann tíma. Því væru næstu vikur mikilvægar og í raun nauðsynlegar til þess að grípa til réttra aðgerða til þess að lágmarka tjónið af óhjákvæmilegu höggi. Þörf á hugrekki Vandinn snýr ekki síst að mikilli pólitískri óvissu um hvort stjórnmálamenn þori að gera kerfislægar breytingar á skömmum tíma, á kostnað vinsælda sinna. Það er ekki á vísan að róa í þeim efnum. Líklega þarf ein kynslóð stjórnmálamanna, hvar sem þeir standa á hefðbundinn hægri/vinstri skala, að fórna sér fyrir þá sem taka við keflinu. Óvinsælar ákvarðanir þarf að taka svo að fjárhagsleg sjálfbærni fari að einkenna ríkisfjármál og fjármálageirann að nýju. Pólitísk virkni ríkjasambanda eða alþjóðasamstarfs, Evrópusambandsins eða annarrar alþjóðlegrar vinnu, er ekki aðalatriðið í þessum efnum að mínu mati. Heldur einmitt sértækar lausnir hvers lands fyrir sig. Fyrst þarf að taka til heima fyrir áður en nokkuð annað er gert. Það er ekki hægt að treysta því að leiðtogar stærstu ríkja heims leysi vandamálin. Einfaldlega vegna þess að þeir geta það ekki. Engar þrumuræður munu hjálpa til við að skera niður ríkisútgjöld og fella niður ríkisábyrgð – eða í það minnsta að takmarka hana miklu meira - á bönkum sem eru að formi til í einkaeigu. Til þess að þetta geti gerst þarf augsljóslega að grípa til þess sem Churchill sýndi á ögurstundu. Hugrekkis. Hafa stjórnmálamenn það? Það er stóra spurningin sem fagtímarit um viðskipti, stjórnmál og efnahagsmál fjalla mest um þessa dagana. Henni þarf að svara áður en stormurinn sem er í aðsigi skellur á hagkerfunum af fullum þunga.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun