Körfubolti

Búið að blása af fyrstu tvær vikurnar í NBA-deildinni

Það lítur ekki vel út með að spilað verði í NBA-deildinni í vetur og nú er David Stern, yfirmaður deildarinnar, búinn að fella niður fyrstu tvær vikur tímabilsins. Hann segir að það sé himinn og haf á milli deiluaðila sem lofar ekki góðu.

Sjö tíma fundur fór fram í gær og hann skilaði nákvæmlega engu. Í kjölfarið neyddist Stern til þess að eyða út fyrstu 100 leikjum tímabilsins.

Þetta er í fyrsta sinn síðan leiktíðina 1998-99 sem NBA þarf að fella út leiki en tímabilið þá var aðeins 50 leikir.

Að þessu sinni verða kannski engir leikir enda ekkert sem bendir til þess að deiluaðilar færist nær hvor öðrum.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×