Fjölniskonur unnu Íslandsmeistarana í Keflavík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2011 21:00 Haukar og Keflavík töpuðu bæði óvænt í kvöld. Mynd/Valli Fjölniskonur unnu óvæntan sjö stiga sigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur, 79-72, í fyrstu umferð Iceland Express deild kvenna í kvöld en Njarðvíkurkonur komu líka á óvart með því að vinna 21 stigs sigur á Lengjubikarmeisturum Hauka, 81-60, á Ásvöllum. Sigur Fjölnis kemur mikið á óvart því í árlegri spá fyrir mótið sem var kynnt í gær var Keflavík spáð sigri en Fjölnisliðinu var aftur á móti spáð falli úr deildinni. Keflavík var 18-17 yfir eftir fyrsta leikhlutann en frábær annar leikhluti færði Fjölni átta stiga forskot í hálfleik, 39-31 og Fjölniskonur héldu frumkvæðinu það sem eftir var leiksins. Brittney Jones skoraði 33 stig, tók 6 fráköst og gaf 7 stoðsendingar hjá Fjölni, Katina Mandylaris var með 19 stig og 17 fráköst og Birna Eiríksdóttir skoraði 19 stig. Jaleesa Butler og Birna Valgarðsdóttir voru báðar með 21 stig fyrir Keflavík og Butler var einnig með 14 fráköst og 5 stoðsendingar. Nýkrýndir Lengjubikarmeistarar Hauka tefldu fram nýjum erlendum leikmanni á móti Njarðvík en urðu engu að síður að sætta sig við 21 stigs tap á heimavelli. Njarðvíkurliðið var í miklu stuði og ætlar greinilega að taka upp þráðinn frá því í fyrra þegar liðið fór alla leið í lokaúrslitin. Lele Hardy átti stórleik og skilaði 33 stigum og 14 fráköstum hjá Njarðvík, Shanae Baker var með 20 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar og Petrúnella Skúladóttir var stigahæsti íslensku stelpnanna með 13 stig. Salbjörg Sævarsdóttir var með 12 stig og 7 fráköst. Jence Ann Rhoads var með 19 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar hjá Haukum og nýi leikmaðurinn, Hope Elam, bætti við 8 stigum og 9 fráköstum en Gunnhildur Gunnarsdóttir var næststigahæst með 13 stig.Úrslitin í Iceland Express deild kvenna í kvöld:Fjölnir-Keflavík 79-72 (17-18, 22-13, 19-17, 21-24)Fjölnir: Brittney Jones 33/6 fráköst/7 stoðsendingar, Birna Eiríksdóttir 19/4 fráköst, Katina Mandylaris 19/17 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 3/8 fráköst, Erla Sif Kristinsdóttir 3/6 fráköst, Eva María Emilsdóttir 2/5 fráköst/5 stoðsendingar.Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 21/7 fráköst, Jaleesa Butler 21/14 fráköst/5 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 7/5 fráköst, Helga Hallgrímsdóttir 6/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 6, Hrund Jóhannsdóttir 6/4 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 3, Lovísa Falsdóttir 2.Valur-Snæfell 70-79 (19-28, 13-11, 18-18, 20-22)Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 20/5 fráköst, Melissa Leichlitner 17, María Ben Erlingsdóttir 15/5 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 8, Signý Hermannsdóttir 6/6 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 2/10 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 2/4 fráköst.Snæfell: Hildur Sigurdardottir 24/9 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 16/6 fráköst, Kieraah Marlow 16, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8/8 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 7, Alda Leif Jónsdóttir 4/8 fráköst, Ellen Alfa Högnadóttir 2, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2.Haukar-Njarðvík 60-81 (20-21, 17-22, 15-16, 8-22)Haukar: Jence Ann Rhoads 19/6 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13/4 fráköst/6 stolnir, Sara Pálmadóttir 8/8 fráköst, Hope Elam 8/9 fráköst/3 varin skot, Íris Sverrisdóttir 5, Guðrún Ósk Ámundardóttir 4/7 fráköst, Margrét Rósa Hálfdánardótir 3.Njarðvík: Lele Hardy 33/14 fráköst, Shanae Baker 20/8 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Petrúnella Skúladóttir 13, Salbjörg Sævarsdóttir 12/7 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 2, Aníta Carter Kristmundsdóttir 1.KR-Hamar 73-60 (21-12, 17-12, 13-21, 22-15)KR: Reyana Colson 19/9 fráköst, Margrét Kara Sturludóttir 16/6 fráköst/5 stoðsendingar, Hafrún Hálfdánardóttir 13/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 9/10 fráköst, Helga Einarsdóttir 6/5 fráköst.Hamar: Samantha Murphy 20/8 fráköst, Hannah Tuomi 18/18 fráköst, Jenný Harðardóttir 8/10 fráköst, Kristrún Rut Antonsdóttir 8, Álfhildur Þorsteinsdóttir 4, Regína Ösp Guðmundsdóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
Fjölniskonur unnu óvæntan sjö stiga sigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur, 79-72, í fyrstu umferð Iceland Express deild kvenna í kvöld en Njarðvíkurkonur komu líka á óvart með því að vinna 21 stigs sigur á Lengjubikarmeisturum Hauka, 81-60, á Ásvöllum. Sigur Fjölnis kemur mikið á óvart því í árlegri spá fyrir mótið sem var kynnt í gær var Keflavík spáð sigri en Fjölnisliðinu var aftur á móti spáð falli úr deildinni. Keflavík var 18-17 yfir eftir fyrsta leikhlutann en frábær annar leikhluti færði Fjölni átta stiga forskot í hálfleik, 39-31 og Fjölniskonur héldu frumkvæðinu það sem eftir var leiksins. Brittney Jones skoraði 33 stig, tók 6 fráköst og gaf 7 stoðsendingar hjá Fjölni, Katina Mandylaris var með 19 stig og 17 fráköst og Birna Eiríksdóttir skoraði 19 stig. Jaleesa Butler og Birna Valgarðsdóttir voru báðar með 21 stig fyrir Keflavík og Butler var einnig með 14 fráköst og 5 stoðsendingar. Nýkrýndir Lengjubikarmeistarar Hauka tefldu fram nýjum erlendum leikmanni á móti Njarðvík en urðu engu að síður að sætta sig við 21 stigs tap á heimavelli. Njarðvíkurliðið var í miklu stuði og ætlar greinilega að taka upp þráðinn frá því í fyrra þegar liðið fór alla leið í lokaúrslitin. Lele Hardy átti stórleik og skilaði 33 stigum og 14 fráköstum hjá Njarðvík, Shanae Baker var með 20 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar og Petrúnella Skúladóttir var stigahæsti íslensku stelpnanna með 13 stig. Salbjörg Sævarsdóttir var með 12 stig og 7 fráköst. Jence Ann Rhoads var með 19 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar hjá Haukum og nýi leikmaðurinn, Hope Elam, bætti við 8 stigum og 9 fráköstum en Gunnhildur Gunnarsdóttir var næststigahæst með 13 stig.Úrslitin í Iceland Express deild kvenna í kvöld:Fjölnir-Keflavík 79-72 (17-18, 22-13, 19-17, 21-24)Fjölnir: Brittney Jones 33/6 fráköst/7 stoðsendingar, Birna Eiríksdóttir 19/4 fráköst, Katina Mandylaris 19/17 fráköst, Heiðrún Harpa Ríkharðsdóttir 3/8 fráköst, Erla Sif Kristinsdóttir 3/6 fráköst, Eva María Emilsdóttir 2/5 fráköst/5 stoðsendingar.Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 21/7 fráköst, Jaleesa Butler 21/14 fráköst/5 stoðsendingar, Pálína Gunnlaugsdóttir 7/5 fráköst, Helga Hallgrímsdóttir 6/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 6, Hrund Jóhannsdóttir 6/4 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 3, Lovísa Falsdóttir 2.Valur-Snæfell 70-79 (19-28, 13-11, 18-18, 20-22)Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 20/5 fráköst, Melissa Leichlitner 17, María Ben Erlingsdóttir 15/5 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 8, Signý Hermannsdóttir 6/6 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 2/10 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 2/4 fráköst.Snæfell: Hildur Sigurdardottir 24/9 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 16/6 fráköst, Kieraah Marlow 16, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 8/8 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 7, Alda Leif Jónsdóttir 4/8 fráköst, Ellen Alfa Högnadóttir 2, Sara Mjöll Magnúsdóttir 2.Haukar-Njarðvík 60-81 (20-21, 17-22, 15-16, 8-22)Haukar: Jence Ann Rhoads 19/6 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 13/4 fráköst/6 stolnir, Sara Pálmadóttir 8/8 fráköst, Hope Elam 8/9 fráköst/3 varin skot, Íris Sverrisdóttir 5, Guðrún Ósk Ámundardóttir 4/7 fráköst, Margrét Rósa Hálfdánardótir 3.Njarðvík: Lele Hardy 33/14 fráköst, Shanae Baker 20/8 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Petrúnella Skúladóttir 13, Salbjörg Sævarsdóttir 12/7 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 2, Aníta Carter Kristmundsdóttir 1.KR-Hamar 73-60 (21-12, 17-12, 13-21, 22-15)KR: Reyana Colson 19/9 fráköst, Margrét Kara Sturludóttir 16/6 fráköst/5 stoðsendingar, Hafrún Hálfdánardóttir 13/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 10/6 fráköst/5 stoðsendingar, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 9/10 fráköst, Helga Einarsdóttir 6/5 fráköst.Hamar: Samantha Murphy 20/8 fráköst, Hannah Tuomi 18/18 fráköst, Jenný Harðardóttir 8/10 fráköst, Kristrún Rut Antonsdóttir 8, Álfhildur Þorsteinsdóttir 4, Regína Ösp Guðmundsdóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira