Körfubolti

Rose og Durant: NBA-verkfallið er eigendunum að kenna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin Durant og Derrick Rose urðu saman heimsmeistarar á síðasta ári.
Kevin Durant og Derrick Rose urðu saman heimsmeistarar á síðasta ári. Mynd/Nordic Photos/Getty
Framtíðarstjörnur NBA-deildarinnar, Kevin Durant hjá Oklahoma City Thunder og Derrick Rose hjá Chicago Bulls, segja það báðir að það sé algjörlega á ábyrgð eiganda NBA-liðanna að verkfall NBA-deildarinnar sé enn óleyst.

Durant var stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar á síðasta tímabili með 27,7 stig í leik en Derrick Rose var valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar.

„Eigendurnir eru ekki að vinna að lausn því þeir eru ekki tilbúnir að hitta okkur á miðri leið," sagði Kevin Durant en hann vill meina að leikmennirnir hafi þegar fórnað miklu af sínu í samningarviðræðunum.

„Þetta gengur bara alltof hægt. Vonandi nást samningar en við leikmenninrir ætlum ekki að gefa neitt eftir. Ég óttast ekki að tímabilið verði flautað af og vil ekki hugsa svo neikvætt. Við hljótum að ná samkomulagi fyrir þann tíma," sagði Kevin Durant stigahæsti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö tímabil.

„Það er mjög leiðinlegt hvernig þessi mál hafa þróast en það vita allir að þetta er ekki okkur leikmönnunum að kenna," sagði Derrick Rose.

„Ef þetta væri undir okkur komið þá værum við farnir að spila. Eigendurnir gætu auðveldlega fundið lausn á deilunni," sagði Rose.

„Eigendurnir hlusta bara ekkert á okkur kröfur og vilja ekkert með þær hafa. Við verðum bara að bíða og sjá hvort að það breytist eitthvað," sagði Rose.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×