Körfubolti

NBA deilan er enn í hnút, keppnistímabilið í uppnámi

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Derrick Rose leikmaður Chicago Bulls var MVP í NBA deildinni á síðasta tímabili. Það gæti orðið bið á því að hann leiki listiri sínar á parketinu vegna kjaradeilu NBA við leikmannasamtök deildarinnar.
Derrick Rose leikmaður Chicago Bulls var MVP í NBA deildinni á síðasta tímabili. Það gæti orðið bið á því að hann leiki listiri sínar á parketinu vegna kjaradeilu NBA við leikmannasamtök deildarinnar. AP
Allt bendir til þess að næsta keppnistímabil í NBA deildinni í körfuknattleik sé í uppnámi. Ekkert þokast í deilum leikmanna og eigenda. Verkbann hefur staðið yfir í margar vikur. Engin niðurstaða fékkst í gær á löngum sáttafundi forráðamanna deildarinnar með talsmönnum leikmannasamtaka NBA.

Búið er að fresta öllum æfinga – og sýningarleikjum deildarinnar í október. Ef ekkert gerist í deilunni fyrir næsta mánudag er ljóst að fresta þarf upphafi keppnistímabilsins um tvær vikur í það minnsta. Það eru miklar líkur á því að keppnistímabilið verði í stytt í vetur en það gerðist síðast 1998-1999 þegar hvert lið lék 50 deildarleiki í stað 82.

Þekktir kappar á borð við Paul Pierce (Boston), Amare Stoudemire (NY Knicks) og Kobe Bryant (LA Lakers) mættu á fundinn í gær í New York. Alls voru 11 fulltrúar frá eigendum NBA liða á fundinum ásamt 11 fulltrúum frá leikmannasamtökum deildarinnar.

Deilan snýst að mestu um skiptingu á tekjum deildarinnar. Á undanförnum árum hafa leikmenn fengið 57% af heildartekjum deildarinnar en David Stern og félagar hans í NBA deildinni vilja lækka þetta hlutfall niður í 50%. Í fyrsta tilboði NBA deildarinnar til leikmanna var þetta hlutfall 47%. Eigendur NBA liða hafa áhyggjur af rekstrinum á næstu árum en aðeins 8 lið af 30 skiluðu hagnaði á síðasta rekstrarári.

David Stern sagði eftir fundinn í gær að ekki verið ástæða til þess að halda viðræðunum áfram þar sem að ágreiningsefnin væru of mörg.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×