Ari tekur við kvennaliði KR af Hrafni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. október 2011 15:14 Hrafn Kristjánsson og dómarinn Björgvin Rúnarsson. Mynd/Valli Ari Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta í stað Hrafns Kristjánssonar sem hefur stýrt liðinu undanfarið ár, rétt eins og karlaliði félagsins. Hrafn heldur áfram að þjálfa karlaliðið sem varð Íslands- og bikarmeistari undir stjórn Hrafns á síðasta keppnistímabili. Kvennaliðið komst í úrslitaleik bikarkeppninnar sem og undanúrslit úrslitakeppni Iceland Express-deildarinnar en tapaði í bæði skiptin fyrir Keflavík sem vann tvöfalt síðastliðinn vetur. Fram kemur í fréttatilkynningu frá KR að um skipulagsbreytingu sé að ræða og ásamt verði náið samstarf á milli körfuboltaþjálfara KR. Tilkynning KR: „Skipulagsbreytingar í Vesturbænum: Ari Gunnarsson tekur við kvennaliði KR Stjórn Körfuknattleiksdeildar KR hefur, í samráði við þá Hrafn Kristjánsson og Ara Gunnarsson, ákveðið að gera ákveðnar skipulagsbreytingar hvað varðar þjálfun og starf meistaraflokka félagsins. Felast breytingarnar í því að Ari tekur við þjálfun kvennaliðs KR og Hrafn einbeitir sér að fullu að þjálfun Íslandsmeistara KR í meistaraflokki karla. Samvinna flokkanna tveggja verður sem fyrr mikil og munu þeir Hrafn, Ari, Hallgrímur Brynjólfsson og yfirþjálfari yngri flokka Finnur Stefánsson halda áfram þeirri markvissu afreksstefnu og samstarfi elstu flokka félagsins sem hefur verið til prýði það sem af er tímabils. Stjórn Körfuknattleiksdeildar vill koma á framfæri ánægju og þakklæti sínu fyrir störf Hrafns með kvennalið félagsins fram að þessu og um leið fagna auknu vægi Ara í starfi félagsins. Ari Gunnarsson er öllu vanur úr boltanum og á langan feril, jafnt sem leikmaður og þjálfari. Ari lék alls 289 leiki á 19 árum í efstu deild í körfuknattleik með Val, Skallagrím og Hamri við góðan orðstír. Þjálfaraferill Ara í meistaraflokki hófst tímabilið 2006-2007 þegar hann tók við stöðu þjálfara meistaraflokks kvenna hjá Hamri auk stöðu aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla hjá Pétri Ingvarssyni. Næstu tvö tímabil gegndi hann þessum tveimur stöðum áfram áður en hann hélt á heimaslóðir og tók við kvennaliði Vals tímabilið 2009-2010. Tímabilið 2010-2011 þjálfaði hann svo lið Leiknis í fyrstu deild karla. f.h. körfuknattleiksdeildar KR Böðvar E. Guðjónsson Formaður“ Íslenski körfuboltinn Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Ari Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta í stað Hrafns Kristjánssonar sem hefur stýrt liðinu undanfarið ár, rétt eins og karlaliði félagsins. Hrafn heldur áfram að þjálfa karlaliðið sem varð Íslands- og bikarmeistari undir stjórn Hrafns á síðasta keppnistímabili. Kvennaliðið komst í úrslitaleik bikarkeppninnar sem og undanúrslit úrslitakeppni Iceland Express-deildarinnar en tapaði í bæði skiptin fyrir Keflavík sem vann tvöfalt síðastliðinn vetur. Fram kemur í fréttatilkynningu frá KR að um skipulagsbreytingu sé að ræða og ásamt verði náið samstarf á milli körfuboltaþjálfara KR. Tilkynning KR: „Skipulagsbreytingar í Vesturbænum: Ari Gunnarsson tekur við kvennaliði KR Stjórn Körfuknattleiksdeildar KR hefur, í samráði við þá Hrafn Kristjánsson og Ara Gunnarsson, ákveðið að gera ákveðnar skipulagsbreytingar hvað varðar þjálfun og starf meistaraflokka félagsins. Felast breytingarnar í því að Ari tekur við þjálfun kvennaliðs KR og Hrafn einbeitir sér að fullu að þjálfun Íslandsmeistara KR í meistaraflokki karla. Samvinna flokkanna tveggja verður sem fyrr mikil og munu þeir Hrafn, Ari, Hallgrímur Brynjólfsson og yfirþjálfari yngri flokka Finnur Stefánsson halda áfram þeirri markvissu afreksstefnu og samstarfi elstu flokka félagsins sem hefur verið til prýði það sem af er tímabils. Stjórn Körfuknattleiksdeildar vill koma á framfæri ánægju og þakklæti sínu fyrir störf Hrafns með kvennalið félagsins fram að þessu og um leið fagna auknu vægi Ara í starfi félagsins. Ari Gunnarsson er öllu vanur úr boltanum og á langan feril, jafnt sem leikmaður og þjálfari. Ari lék alls 289 leiki á 19 árum í efstu deild í körfuknattleik með Val, Skallagrím og Hamri við góðan orðstír. Þjálfaraferill Ara í meistaraflokki hófst tímabilið 2006-2007 þegar hann tók við stöðu þjálfara meistaraflokks kvenna hjá Hamri auk stöðu aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla hjá Pétri Ingvarssyni. Næstu tvö tímabil gegndi hann þessum tveimur stöðum áfram áður en hann hélt á heimaslóðir og tók við kvennaliði Vals tímabilið 2009-2010. Tímabilið 2010-2011 þjálfaði hann svo lið Leiknis í fyrstu deild karla. f.h. körfuknattleiksdeildar KR Böðvar E. Guðjónsson Formaður“
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum