Sport

Lék með brákað rifbein og gat á lunga

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Romo liggur hér meiddur eftir tæklinguna sem slasaði hann.
Romo liggur hér meiddur eftir tæklinguna sem slasaði hann.
Tony Romo, leikstjórnandi Dallas Cowboys, er hálfgerð pissudúkka í augum margra. Hann hefur verið mjög upptekinn af því að lifa ljúfa lífinu og vera í fjölmiðlum en minna gert af því að vinna alvöru leiki sem er víst hans aðalstarf.

Romo bætti ímyndina heldur betur um helgina þegar hann spilaði eftir að hafa brákað rifbein og fengið gat á lungað.

Leikstjórnandinn missti af nánast öllum þriðja leikhlutanum gegn San Francisco 49ers en þá var beðið eftir að verkjalyfin færu að virka.

Hann kom svo inn og leiddi sína menn til sigurs í framlengingu. Hann kláraði þá 12 af 15 sendingum sínum sem voru fyrir rúmlega 200 jördum.

Þrátt fyrir meiðslin stefnir Romo á að spila með Cowboys um næstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×