Körfubolti

Kobe tilbúinn að lána leikmönnum pening á meðan verkfallinu stendur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant.
Kobe Bryant. Mynd/AP
Það er lítið að gerast í samningaviðræðum eiganda NBA-liðanna og leikmannasamtaka NBA-deildarinnar og það verður líklegra með hverjum deginum að nýtt NBA-tímabil hefjist ekki á réttum tíma. Stór hluti leikmanna NBA-deildarinnar eiga nóg af peningum en það eru aðrir sem gætu lent í vandræðum dragist verkfallið á langinn.

Billy Hunter, framkvæmdastjóri leikmannasamtaka NBA-deildarinnar, segir að eldri og vel stæðari leikmenn deildarinnar séu tilbúnir að hjálpa þeim yngri og "fátækari" að eiga fyrir helstu nauðsynjum á meðan verkfallinu stendur. Að hans sögn er Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers og launahæsti leikmaður NBA-deildarinnar, tilbúinn að lána öðrum leikmönnum pening á meðan verkfallinu stendur.

Það eru þó ekki allir sem trúa því að Kobe Bryant geti verið svona rausnarlegur enda þekktur fyrir egó-stæla bæði innan sem utan vallar. Það á því eftir að koma á daginn hversu mikið Bryant er tilbúinn að gefa eftir af öllum þeim milljónum sem hefur safnað á sínum farsæla og vel borgaða ferli fari þá svo að kollegar hans lendi í peningavandræðum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×