Bókmenntasorgin Gerður Kristný skrifar 26. september 2011 09:03 Í síðustu viku fengu foreldrar og forráðamenn nemenda í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu tölvupóst frá kennurum þar sem þeir falast eftir bókum barnanna þeirra. Í síðustu viku fengu foreldrar og forráðamenn nemenda í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu tölvupóst frá kennurum þar sem þeir falast eftir bókum barnanna þeirra. Þar segir: "Okkur [ ... ] langar að athuga hvort það leynast einhverjar af neðangreindum bókum í hillunum heima sem skólinn mætti fá til eignar. Þessar bækur eru notaðar í Byrjendalæsi í 6, 7 og 8 ára hópunum og eru sumar hverjar ófáanlegar hjá útgefendum og erfitt að nálgast annars staðar." Í skólanum er bókasafn en aðeins fást nú laun til að hafa bókasafnsfræðing þar í 40% starfi. Safnið er því bara opið endrum og sinnum. Fyrir yndislesturinn verða sumir nemendur skólans að koma með bækur að heiman og nú vill skólinn einfaldlega fá að eiga bækurnar þeirra. Og er það fullorðna fólksins að hlutast til um eigur barnanna? Sjálf lít ég á barnabækurnar sem ég fékk í æsku sem algjört góss og ég nýt þess að lesa þær enn þann dag í dag, ein eða með sonum mínum. Ég fékk líka mikilvæga innsýn inn í æsku foreldra minna þegar ég las barnabækurnar þeirra, svo sem um þá Tarzan og Nasreddin, hvort tveggja menn sem ekki bundu bagga sína sömu hnútum og samferðarmennirnir. Ólíkt bókunum um þá eru verkin á lista kennaranna ekki frá miðri síðustu öld. Margar bókanna sem þeir falast eftir eru nefnilega frekar nýlegar, til dæmis Skrímslabækurnar eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Aðrar eru gersemar sem gefnar eru út aftur og aftur, eins og Blómin á þakinu eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur og Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur. Þetta eru bækur sem börn dagsins í dag eiga eftir að njóta að lesa fyrir sín eigin börn þegar fram líða stundir og því engin ástæða til að gefa skólanum eintökin þeirra. Það vex enginn upp úr góðri bók. Ákall kennaranna sýnir hvað skólanum er búinn þröngur stakkur. Komið er að því að foreldrar greiði fyrir bókakostinn sem skólinn þarf til að hægt sé að kenna börnunum þeirra það sem honum þó ber. Þetta gerist sama ár og Reykjavík hefur verið gerð að bókmenntaborg UNESCO þar sem hún einsetur sér að vinna að því að "renna frekari stoðum undir bókmenninguna í sínu nærumhverfi". Reykjavík ætti að beita sér fyrir því að grunnskólana vanti ekki bækur svo hægt sé að kenna börnum undirstöðu allra bókmennta, sjálfan lesturinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Í síðustu viku fengu foreldrar og forráðamenn nemenda í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu tölvupóst frá kennurum þar sem þeir falast eftir bókum barnanna þeirra. Í síðustu viku fengu foreldrar og forráðamenn nemenda í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu tölvupóst frá kennurum þar sem þeir falast eftir bókum barnanna þeirra. Þar segir: "Okkur [ ... ] langar að athuga hvort það leynast einhverjar af neðangreindum bókum í hillunum heima sem skólinn mætti fá til eignar. Þessar bækur eru notaðar í Byrjendalæsi í 6, 7 og 8 ára hópunum og eru sumar hverjar ófáanlegar hjá útgefendum og erfitt að nálgast annars staðar." Í skólanum er bókasafn en aðeins fást nú laun til að hafa bókasafnsfræðing þar í 40% starfi. Safnið er því bara opið endrum og sinnum. Fyrir yndislesturinn verða sumir nemendur skólans að koma með bækur að heiman og nú vill skólinn einfaldlega fá að eiga bækurnar þeirra. Og er það fullorðna fólksins að hlutast til um eigur barnanna? Sjálf lít ég á barnabækurnar sem ég fékk í æsku sem algjört góss og ég nýt þess að lesa þær enn þann dag í dag, ein eða með sonum mínum. Ég fékk líka mikilvæga innsýn inn í æsku foreldra minna þegar ég las barnabækurnar þeirra, svo sem um þá Tarzan og Nasreddin, hvort tveggja menn sem ekki bundu bagga sína sömu hnútum og samferðarmennirnir. Ólíkt bókunum um þá eru verkin á lista kennaranna ekki frá miðri síðustu öld. Margar bókanna sem þeir falast eftir eru nefnilega frekar nýlegar, til dæmis Skrímslabækurnar eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Aðrar eru gersemar sem gefnar eru út aftur og aftur, eins og Blómin á þakinu eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur og Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur. Þetta eru bækur sem börn dagsins í dag eiga eftir að njóta að lesa fyrir sín eigin börn þegar fram líða stundir og því engin ástæða til að gefa skólanum eintökin þeirra. Það vex enginn upp úr góðri bók. Ákall kennaranna sýnir hvað skólanum er búinn þröngur stakkur. Komið er að því að foreldrar greiði fyrir bókakostinn sem skólinn þarf til að hægt sé að kenna börnunum þeirra það sem honum þó ber. Þetta gerist sama ár og Reykjavík hefur verið gerð að bókmenntaborg UNESCO þar sem hún einsetur sér að vinna að því að "renna frekari stoðum undir bókmenninguna í sínu nærumhverfi". Reykjavík ætti að beita sér fyrir því að grunnskólana vanti ekki bækur svo hægt sé að kenna börnum undirstöðu allra bókmennta, sjálfan lesturinn.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun