Kobe Bryant með 595 milljóna tilboð frá ítölsku liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2011 17:30 Kobe Bryant. Mynd/AP Ítalska körfuboltaliðið Virtus Bologna er tilbúið að borga Kobe Bryant stórar fjárhæðir sé hann tilbúinn að spila með því á tímabilinu. Bryant er laus þar sem að allar líkur er á því að ekkert verði af NBA-tímabilinu vegna launadeilu. Kobe Bryant er með tilboð á borðinu upp á fimm milljónir dollara eða 595 milljónir íslenskra króna og vonast forráðamenn Virtus Bologna að kappinn verði búinn að skrifa undir þegar hann mætir til Ítalíu í vikunni. Bryant er þar í boði eins af styrktaraðilum sínum. Heimsþekkt ítalskt fyrirtæki er tilbúið að borga brúsann en Kobe getur valið úr ýmsum tilboðum. Hann getur gert fyrrnefndan samning fyrir allt tímabilið en það er einnig í boði að fá tvær milljónir dollara fyrir tvo mánuði, 1,3 milljónir dollara fyrir einn mánuð eða 900 þúsund dollara fyrir einn leik. Kobe gæti síðan farið heim til Los Angeles og spilað fyrir Lakers um leið og verkfallið í NBA myndi leysast. Tyrkneska félagið Besiktas og lið frá Kína hafa einnig verið að bjóða í Kobe sem er orðinn 33 ára gamall. Kobe Bryant hefur sterk tengsl við Ítalíu því faðir hans lék þar sem atvinnumaður frá 1984-91 (með Rieti, Reggio Calabria, Pistoia og Reggiana) og Bryant eyddi þar æskuárum sínum. Kobe kann því tungumálið og þekkir menninguna sem ætti að koma sér vel. Virtus er einnig að sækjast eftir þjónustu Argentínumannsins Manu Ginobili sem spilaði með félaginu áður en hann fór til San Antonio Spurs. NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira
Ítalska körfuboltaliðið Virtus Bologna er tilbúið að borga Kobe Bryant stórar fjárhæðir sé hann tilbúinn að spila með því á tímabilinu. Bryant er laus þar sem að allar líkur er á því að ekkert verði af NBA-tímabilinu vegna launadeilu. Kobe Bryant er með tilboð á borðinu upp á fimm milljónir dollara eða 595 milljónir íslenskra króna og vonast forráðamenn Virtus Bologna að kappinn verði búinn að skrifa undir þegar hann mætir til Ítalíu í vikunni. Bryant er þar í boði eins af styrktaraðilum sínum. Heimsþekkt ítalskt fyrirtæki er tilbúið að borga brúsann en Kobe getur valið úr ýmsum tilboðum. Hann getur gert fyrrnefndan samning fyrir allt tímabilið en það er einnig í boði að fá tvær milljónir dollara fyrir tvo mánuði, 1,3 milljónir dollara fyrir einn mánuð eða 900 þúsund dollara fyrir einn leik. Kobe gæti síðan farið heim til Los Angeles og spilað fyrir Lakers um leið og verkfallið í NBA myndi leysast. Tyrkneska félagið Besiktas og lið frá Kína hafa einnig verið að bjóða í Kobe sem er orðinn 33 ára gamall. Kobe Bryant hefur sterk tengsl við Ítalíu því faðir hans lék þar sem atvinnumaður frá 1984-91 (með Rieti, Reggio Calabria, Pistoia og Reggiana) og Bryant eyddi þar æskuárum sínum. Kobe kann því tungumálið og þekkir menninguna sem ætti að koma sér vel. Virtus er einnig að sækjast eftir þjónustu Argentínumannsins Manu Ginobili sem spilaði með félaginu áður en hann fór til San Antonio Spurs.
NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira