Körfubolti

Fyrrum leikmaður NBA ákærður fyrir morð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Javaris Crittenton í dómstól í Bandaríkjunum.
Javaris Crittenton í dómstól í Bandaríkjunum. Mynd. / AP
Fyrrverandi NBA-leikmaðurinn Javaris Crittenton hefur verið ákærður fyrir morð á 23 ára konu í Bandaríkjunum, en konan er fjögurra barna móðir.

Morðið átti sér stað þann 19. ágúst síðastliðin í Atlanta, en konan var gangandi á meðal almennings með tveimur karlmönnum þegar Crittenton á að hafa skotið hana tvívegis með þeim afleiðingum að hún lést.

Crittenton var valinn 19. í nýliðavalinum árið 2007 af Los Angeles Lakers. Árið 2008 var honum skipt yfir til Memphis Grizzlies og í dag er hann skráður sem leikmaður hjá Dakota Wizards, liði í NBA-Development League.

 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×