Niðursveifla á hlutabréfamörkuðum 5. september 2011 15:17 Evrópski hlutabréfamarkaðurinn féll um nærri fjögur prósent í morgun. Hlutabréfamarkaðir halda áfram á niðurleið frá síðustu viku, um leið og óttinn vegna skuldavanda Spánar og Ítalíu hefur fengið byr undir báða vængi. Evrópski hlutabréfamarkaðurinn féll um nærri fjögur prósent við opnun markaða í morgun. Þýska DAX vísitalan féll um 3.8 prósent við opnun markaða á meðan franska CAC 40 vísitalan féll um 3.7 prósent. FTSE 100 vísitalan féll minnst í samanburðinum eða um 2.3 prósent. Markaðir í Asíu urðu einnig fyrir niðursveiflu en Nikkei vísitalan í Tókýó hafði fallið um 1.9 prósent undir lok markaða og Hang Seng vísitalan í Hong Kong hafði fallið um 3 prósent. Þessi markaðsniðursveifla hófst síðastliðinn fimmtudag á mörkuðum í New York og er talið að vísbendingar um að farið sé að hægjast á alþjóðlega hagkerfinu sé ástæðan, auk þess sem óttinn við niðurskurð yfirvalda í bæði Evrópu og Bandaríkjunum er farinn að gera vart við sig. Fjárfestar óttast í auknum mæli að lítil bót verði ráðin á skuldavanda Evrópu, ekki síst eftir að flokkur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, tapaði kosningum í sínu heimafylki. Einnig hafa komið upp vandræði í samstarfi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins við grísk stjórnvöld við að taka á skuldavanda gríska ríkisins og ítölskum stjórnvöldum virðist ganga illa að standa við niðurskurð í ríkisfjármálum. Bankahlutabréf hafa tekið hitann og þungann af þessari niðursveiflu. Hlutabréf í konunglega skoska bankanum féllu um 10 prósent, Deutsche Bank um 8.2 prósent og Societe Generale um 8.5 prósent. Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hlutabréfamarkaðir halda áfram á niðurleið frá síðustu viku, um leið og óttinn vegna skuldavanda Spánar og Ítalíu hefur fengið byr undir báða vængi. Evrópski hlutabréfamarkaðurinn féll um nærri fjögur prósent við opnun markaða í morgun. Þýska DAX vísitalan féll um 3.8 prósent við opnun markaða á meðan franska CAC 40 vísitalan féll um 3.7 prósent. FTSE 100 vísitalan féll minnst í samanburðinum eða um 2.3 prósent. Markaðir í Asíu urðu einnig fyrir niðursveiflu en Nikkei vísitalan í Tókýó hafði fallið um 1.9 prósent undir lok markaða og Hang Seng vísitalan í Hong Kong hafði fallið um 3 prósent. Þessi markaðsniðursveifla hófst síðastliðinn fimmtudag á mörkuðum í New York og er talið að vísbendingar um að farið sé að hægjast á alþjóðlega hagkerfinu sé ástæðan, auk þess sem óttinn við niðurskurð yfirvalda í bæði Evrópu og Bandaríkjunum er farinn að gera vart við sig. Fjárfestar óttast í auknum mæli að lítil bót verði ráðin á skuldavanda Evrópu, ekki síst eftir að flokkur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, tapaði kosningum í sínu heimafylki. Einnig hafa komið upp vandræði í samstarfi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins við grísk stjórnvöld við að taka á skuldavanda gríska ríkisins og ítölskum stjórnvöldum virðist ganga illa að standa við niðurskurð í ríkisfjármálum. Bankahlutabréf hafa tekið hitann og þungann af þessari niðursveiflu. Hlutabréf í konunglega skoska bankanum féllu um 10 prósent, Deutsche Bank um 8.2 prósent og Societe Generale um 8.5 prósent.
Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira